Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Page 221
219
fyrst á vorum dögum er mannúðarstarfsemi farin að láta til
sín taka i stórum stíl.
7. Postuli mannkærleikans. Sem dæmi mannúðarstarfsemi,
sem risin er upp af blóði og tárum stríðsógnanna, má nefna
svissneska lækninn Henri Dunant. Hann var herlæknir í
orustunni við Solferino (1859) og varð svo gramur yfir ógnum
stríðsins og skevtingarleysi manna eftir á um særða og sjúka,
— i þessari einu orustu voru 40 þús. fallnir og særðir, sem
enginn hirti um, og önnur 40 þúsund sjúkra, að hann reit um
það bók sina, Minningar frá Solferino, en hún gaf
aftur tilefni til ráðstefnu í Genf og til Genf-samþykktarinnar
(22. ág. 1864), þar sem því var slegið föstu, að „særðir og
sjúkir, hjúkrunarlið þeirra og allur útbúnaður skuli friðheil-
agt i striði“, og má telja samþykkt þessa einhverja hina mestu
og mannúðlegustu framför i alþjóðarétti. Upp úr þessu er
„Rauða kross“-starfsemin risin víðsvegar um lönd, og þarf
ekki að lýsa ágæti hennar bæði í stríði og friði nánar. En
Dunant, þessi mikli velgerðamaður mannkynsins og einn að-
alstofnandi „Rauða krossins“ varði öllum eigum sinum til
þessa og komst sjálfur i slíka fátækt, að liann átti vart mál-
ungi matar. Hann gleymdist mönnum meira að segja um
langa hríð, þangað til þýzkur prófessor 20 árum síðar tók að
rita sögu Rauða krossins og Genf-samþykktarinnar. Var þá
farið að leita stvrks til lianda Dunant víða um lönd, og loksins
1901 hlaut hann % — hálf! — friðarverðlaun Nobels. Á átt-
ræðisafmæli sínu — 18. maí 1908 — hlaut hann loksins þá
alþjóðaviðurkenningu, er honum bar. Má með sanni nefna
hann fvrsta postula mannkærleikans á vorum timum.
8. Annar höfuðpostuli mannkærleikans. Annar höfuðpostuli
mannkærleikans var F r i ð þ j ó f u r N a n s e n, sá. „er Nor-
egur ól, en allur heimurinn missti". En, munu menn segja,
var liann ekki framar öllu öðru heimskautsfari, landkönn-
uður og hafrannsóknamaður? Jú! Og um eitt skeið stóð hann
í fylkingarbrjósti fyrir sjálfstæði Noregs. En 10 síðustu ár
ævi sinnar gerðist hann „postuli mannkærleikans og sam-
vizka hinnar syndum spilltu veraldar eftir hina fyrri lieims-
styrjöld".1)
Heimsstyrjöldin fvrri fékk mjög á Nansen. Hann leit á hana
sem allsherjar gjaldþrot mannkynsins eða ölln heldur menn-
ingarþjóðanna, ástæðulausa gereyðingu, þar sem eklcert ann-
1) Jon Sörensen: Friöþjófs saga Nansens, ísaf.pr., Rvk 1944, l>ls.
261—321. Kristin Ólafsdóttir lœknir islenzkaði.