Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Side 223
221
tæki til að ná takmarkinu. Þá stjórna oddborgarar og meðal-
mennska ekki heiminum lengur, en stórmenni andans leiða
lýðinn inn á æðra svið. Þá verður hverri andlegri uppgötvun,
hverjum sigri í heimi andans, fagnað af sömu hrifningu og
fjárliagslegum framförum nú. Þá liefir mönnum lærzt að
lifa hámingjusamara, fegnrra og einfaldara lifi.
Erill dagsins undir martröð peninganna í horgunum fletur
menninguna út. —
Nýir menn hafa ævinlega komið úr eyðimörkinni, úr ein-
verunni og úr skauti náttúrunnar.
Æ, hve slík nótt hefir milda alvöru í sér fólgna. Það er
eins og maður hevri sunginn hinn tilkomumikla sálm heims-
víðáttunnar — liáfleygan — hreinan.
Það er þessi lieimur, sem verður að fæða af sér menn fram-
tíðarinnar, lieilsteypta menn, sem fara ekki neinar króka-
leiðir og eru lausir við alla tvíhyggju í siðferðilegum efnum.
Upp af þessari tign næturkyrrðarinnar geta þær lmgsanir
sprottið, er verða mega til lieilsubótar því mannkyni, er koma
skal.“ (p. 265—66). —
Ári síðar var sjáandinn frá Röndum sendur til kornkaupa
fyrir land sitt og þjóð til Ameríku. Ætlaði það að ganga erfið-
lega, því að sölubann var á og sérstaklega til þeirra þjóða,
er átt liöfðu undirmál eða hara viðskipti við Þjóðverja. Þetla
lókst þó fyrir dirfsku og lagni Nansens, og' harg hann með
þessu þjóð sinni frá hungursneyð. En svo mikið var álil Breta
og Bandaríkjamanna á Nansen, að um þetta leyti gerðu þeir
hann að oddamanni í gerð um allar þær deilur, er upp kynnu
að rísa þeirra i milli. Þetta varð og til þess, að Þjóðabanda-
lagið kvaddi hann til þess 4 árum síðar, að vinna verk Sam-
verjans í hörmungum þeiin, er af styrjöldinni leiddi. En
sjálfur vissi hann, að þetta var ekkert áhlaupaverk. Þó mun
hann litt hafa grunað, að það tæki 10 síðustu ár ævi hans.
Fyrsta viðfangsefnið, sem Þjóðabandalagið fól Nansen, var
að fá milljónir stríðsfanga leystar úr haldi alla leið austan
frá Síberíu og sunnan frá Svartahafi og um þvera og endi-
langa Evrópu.
„Alls voru á árunum 1920—21 437 000 fangar levstir úr
margra ára evmdarútlegð og fluttir heim til sín. Var unnið
að þessu í 18 mánuði, og kostnaður nam 40' þús. sterlings-
pundum eða 8 milljónum króna, eða tæpum 18 sterlings-
pundum á mann. Þá er þó framlag Bandaríkjanna ekki talið
með, og Þjóðverjar greiddu sjálfir kostnaðinn við sína fanga.