Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 224
222
Og livað er að segja um árangurinn? Menn munu ævinlega
dást að þeim árangri, er tölur og skýrslur herma af þessu
starfi, en þó myndi hrifningin hafa orðið meiri, ef menn
hefðu getað fylgt hverjum einum af þessum hundruðum þús-
unda fanga lieim til þeirra. „Það er ekki það land til á meg-
inlandi Norðurálfunnar, þar sem konur og mæður hafa ekki
grálið þakkartárum yfir starfi þvi, er Nansen leysti af hendi,“
segir Noel Baker, Jiinn dyggi aðstoðarmaður lians og vinur,
sem kunnugastur var starfi hans og hafði aðstöðu til að kynn-
ast nálcvæmlega árangrinum af því.“ (p. 272—73).
Annað starfið, sem Nansen tókst á hendur, raunar í óþökk
allra fyrst framan af, var að hjálpa rússneskum flóttamönn-
um víðsvegar um lieim, en þá var meira en 1% milljón þess-
ara manna dreifð viðsvegar um Evrópu og Asíu, og þeir áttu
sér ekkert föðurland.
„Nansen vann að þessum málum frá því í september 1921
til dauða síns og frá 1924—29 með alþjóðamálaskrifstofunni
í Genf. Erfiðust voru árin 1922—24. Aðeins fáir flóttamenn
höfðu fengið atvinnu, flestir voru gersamlega atvinnulausis,
lifðu við bágustu kjör og voru til þyngsla og byrði þeim lönd-
um. er þeir dvöldust i.“ (p. 273).
Með svonefndum „Nansens-vegabréfum“ var þeim eftir
mikið umstang og vafninga komið fyrir hingað og þangað í
þrem heimsálfum, og voru nokkur hundruð þúsund slíkra
vegabréfa gefin út til 1930. Oftast voru það Bandaríkjamenn,
er ldupu undir baggann fjárhagslega við þessa flutninga, en
Konstantínópel var um skeið aðalhæli þeirra. Enn haustið
1929 var um milljón Rússa landflótta víðsvegar um Ev-
rópu, en lijálp til þeirra í nafni Nansens var lialdið áfram
um 10 ár af Þjóðabandalaginu.
Þriðja starfið, sem Nansen tók að sér og fékk mest á hann
sjálfan, var baráttan gegn „mestu ógnum sögunnar", lnmgurs-
nevðinni í Rússlandi 1921.
Af öllum þeim erfiðleikum, ógnum og slcelfingum, er Nan-
sen varð að berjast við á þessum árum, var hungursneyðin
í Volgu-dalnum og Suður-Úkrainu 1921 hin hræðilegasta.
Hefir hann lýst henni í sérstakri bók: Rusland og
freden (Kria. 1923).
Hallærið, sem Nansen [ásamt Hoover] hafði vakið athygli
á 1919, jókst gífurlega 1921, eftir að uppskerubrestur hafði
orðið í frjósömustu héruðum Rússlands, Volgudalnum og
Suður-Úkrainu. En það landssvæði er hehningi stærra en allt