Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Side 230
228
En engin þjóð lielzt til lengdar lieilbrigð og þróttmikil nema
því aðeins, að hún setji sér hin liæstu siðferðilegu markmið
og reyni af fremsta megni að lifa samkvæmt þeim.
12. Ást hins spaka manns. En góðvildin má samt sem áður
ekki verða dómgreindarlaus, að tómri hjartagæzku, er geri
engan greinarmun góðs og ills, né heldur á þvi, sem liorfir
til framfara, og hinu, sem horfir til afturfarar og niðurdreps.
Hún verður að láta stjórnast af ást spakviturra manna
(cciritas sapientis), þeirra, er kunna skil á góðum og vond-
um erfðum og vita, hvað liorfir til framfara fyrir kynslóð-
irnar og' hvað til afturfarar. Þessvegna verður að vera völ
slíkra manna í liverju landi og með hverri þjóð, svo að þeir,
þótt ekki verði þeir stjórnendur landanna, geti gefið góð ráð
og hollar bendingar og þó einkum tekið að sér uppeldi hinna
komandi kvnslóða. Þeim ætti og, eins og hent liefir verið á
(í XVIII, 13), að vera falið að leiðbeina hverjum manni í þá
stétt og stöðu, er hann virðist hæfastur til, svo að hið félags-
lega réttlæti fái sem bezt notið sín. Og ásamt læknisfróðum
mönnum ættu þeir að starfrækja ættgengisstofnanir ríkjanna,
svo að menn gætu farið nærri um, livaða ættir væru lieil-
brigðastar og einna heztar til undaneldis, en þær hvattar til
harneigna, svo að þjóðstofninum í heild fari frekar fram en
aftur. Því að undir þessu er framtíðarvelferð liverrar þjóðar
einna helzt komin. Ef þjóðir úrkynjast fyrir of mikla við-
komu ábyrgðarlausra vandræðamanna, livort heldur eru
karlar eða konur, þá væri þeim hetra að devja þegar drottni
sínum en að smáveslast npp í vaxandi siðleysi og ábyrgðar-
leysi. En hlutur þeirrar þjóðar, sem veit sitt hlutverk og
sinnir þvi, verður að jafnaði ekki fyrir borð borinn, því að
eins og Björnson sagði:
Sú þjóð, sem veit sitt hlutverk, er lielgast afl um heim,
eins hátt sem lágt má falla fyrir kraftinum þeim.
13. Viðhorf vort, framkoma og framtíð. En höfum vér þá
gert oss nægilega grein fyrir framkomu vorri og framtíð og'
þá sérstaklega afstöðu vorri til annarra þjóða? Hvernig fór
t. d. um skilnað vorn við Dani, og hvað er fram undan? —
Ég veit ekki, hvort menn almennt hafa veitt því eftirtekt, að
Bandarikjastjórn vildi ekki á sínum tíma hernema land vort
eins og Bretar höfðu gert, heldur að her þeirra kæmi liingað
að vorri eigin ósk sem vinir vorir og verndarar. Sýnir þetta
þegar háttvísi og virðingu Bandaríkjastjórnar fyrir réttind-