Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Side 233
231
þessum ófriði. Því verður hvert smáríki að leita trausts og
halds hjá einhverju einu eða tveim heimsveldanna til þess
að vera nokkurn veginn óhult um framtíð sína, ef til heims-
ófriðar skyldi koma enn einu sinni.
Vér höfum í þessu stríði séð það og revnt, og meira að segja
af þeirri þjóð, sem maður vænti þess sízt, að yfirlýsing um
ævarandi lilutleysi kemur að engu haldi, er í odda skerst, og
að vér og land vort, sakir legu þess, verðum að bitbeini ó-
friðaraðilja, jafnskjótt og til heimsófriðar dregur, svo að
rétt er undir hælinn lagt, hvorum megin hrvggjar vér lend-
um. Það varð nú okkar mikla lán í þessu stríði, að vér lentum
Breta- og Bandaríkja megin, því að ella hefði hlutskipti vort
orðið líkt og Norðmanna og Dana og vér ef til vill verið af-
máðir af jörðunni. En hvað getur þá ekki orðið í næstu stvrj-
öld eða styrjöldum, eftir að menn hafa uppgötvað og sann-
færzt um hernaðarlega þýðingu íslands í norðanverðu At-
lanzhafi? Mvndi ekki einhver hrægammurinn vilja seilast eftir
að verða fvrstur þar og á undan öllum, ef til ófriðar kæmi?
Eða hvað hefði verið orðið um oss nú, ef Þjóðverjar hefðu
fengið að bvggja hér flugvelli fyrir sti'íð, sem þeir þó góðu
heilli ekki fengu? Því er oss hezt að hugsa vort ráð i tima
og leita helzt halds og trausts þar, sem vér getum vænzt mests
stvrks og mestrar umönnunar, án þess að frelsi voru og sjálf-
stæði sé grandað. Ég veit, að margur unglingurinn og litl
hugsandi menn liugsa sem svo, að vér getum staðið á eigin
fótum og siglt vorn eigin sjó. Það getum vér kannske á friðar-
tímum, en ekki ófriðar. Þá verðum vér að vera öðrum stærri
og meiri þjóðum samflota, eins og bezt hefir sýnt sig í þessu
stríði. A ófriðarárum fáum vér aldrei staðið einir, svo fáir
og smáir sem vér erum. Og þótt vér með sæmilegum vörn-
um, sem sjálfsagt virðist að koma upp kringum Reykjavík,
gætum ef til vill varið höfuðborg vora skamma stund, þá dygði
það ekki nema þangað til, að verndarþjóð vor gæti komið
oss til hjálpar.
Ef stórveldin þrjú, sem átt hafa í striði við öxulríkin, vilja
ekki öll i sameiningu ábvrgjast sjálfstæði vort, — en það væri
auðvitað lang-æskilegast, þá verðum vér að leita til eins
eða tveggja þeirra. Af þeim er Rússland oss fjarlægast og
fjarskvldast, enda annað stjórnarfar þar en hér. Bretland
nálægast, en líka ágengast á fiskimið vor og vísl til þess að
hernema oss öðru sinni, ef því hyði svo við að horfa. Og þá
eru Bandarikin ein eftir. Nú sé ég ekki betur, eftir reynslu