Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Side 235
XXIII. Trú og siðgæði.
1. Trú og siðgæði. Það var þegar tekið fram í inngangi rits
þessa (I, bls. 26), að almenn veraldleg siðfræði gæti naumast
haft nokkur bein afskipti af trúnni né hinum trúarlegu dyggð-
um, sem svo eru taldar, önnur en söguleg, fyrst og fremst
af því, að trúin er einkamál livers einstaks manns; en i öðru
lagi af þvi, að ekkert verður vitað með vissu um lífið eða til-
veruna „annars heims“. Þó verður ekki lijá því komizt að
ræða um sambandið milli trúar og siðgæðis, hvort t. d. sið-
gæðinu getur verið nokkur styrkur að einlægri og háleitri
trú, eða m. ö. o., hvort trúin geti veitt manni þá skapfestu,
þrek og þol, sem siðgæðinu sé verulegur styrkur að; í öðru
lagi, hvort hún muni geta veitt manni þá útsýn út yfir lífið,
er fullnægi siðferðiskröfum manna og skvnsemi. Þá má og
spyrja, hvort til séu sérstakar trúarlegar dyggðir, og þá einnig,
hverjar þær séu. En til dvggða telst að réttu lagi það eitt, er
kemur í ljós sem ákveðin og þá um leið góð og gagnleg vilja-
einkunn í brevtni manna og framferði.
Allt verður þella nú rakið nokkru nánar, en þó aðeins
dvalizt við aðalviðfangsefnin. Það skal þó tekið fram, að slik
viðfangsefni, er snerta svo mjög lijartans mál fjölda manna,
verða ekki rædd til neinnar hlítar í einum stuttum kafla.
Því verða hin visindalegu og heimspekilegu viðhorf við trúnni
rædd í næsta kafla, niðurlagskafla rits þessa. En í þessum
kafla verður rætt um sambandið milli trúar og siðgæðis og
revnt að gjöra það svo, að á hvorugt sé hallað að ástæðu-
lausu. Mættu menn jafnan vera minnugir þess, er þeir ræða
slík mál, að þeir fara þar um hin helgustu vé mannsandans,
sem mörgum eru hin dýrmætustu, og ættu þvi að fara var-
færnum og hóglátum orðum jafnvel um það, sem i sumra
augum kunna að sýnasl hinar mestu fjarstæður.
2. Siðgæðið og þróun þess. Verður þá fyrst fyrir oss siðgæðið
og þróun þess, eins og henni hefir verið lýst i undanförnum
30