Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Page 236
234
köflum. Fyrst urðu til ýmisskonar siðvenjur (mores) undir
áhrifum erfðavenju, trúarbragða og laga. Þetta vandi kyn-
flokka og þjóðir á ákveðna breytni og siði, og mætti nefna
þetta einu nafni ytri siðvendni (public morality), sem
ofl og einatt lýsir sér ekki i öðru en ytri verkhelgi, sbr. breytni
(ryðinga undir lögmálinu. En svo tók þessi ytri siðvendni
að snúast upp í innra siðgæði (ethical morality), og
þá fyrst var um verulega siðferðilega brevtni að ræða, er
maðurinn tók að gera það af fúsum og frjálsum vilja, er
liann taldi satl, rétt og gott. Síðan var það rakið i einstök-
um köflum, í hverju þetta siðgæði væri fólgið; það væri
fólgið í ákveðnum góðum viljaeinkunnum, er vér nefndum
dyggðir. Fyrst væri h ó f s t i 11 i n g i n ; hún kæmi skipulagi
á hvatir vorar og tilhneigingar og gætti þess, að vér liefðum
hvorki í frammi of né van á neinu sviði og reyndum að beina
tillineigingum vorum að æðri og göfugri markmiðum. Þá
var hugprýðin, sem eþki einungis var ætlað að sigrast
á hræðslugirni vorri, heldur og að sýna hug og áræði til þess
að framfvlgja góðu og réttu máli. Þá kom hinn góði vilji
til skjalanna, en hann herst ákveðið og einarðlega fyrir því,
er hann telur rétt, satt og gott. En til þess þarf maðurinn að
þroska s i ð a v i t sitt og s a m v i z k u , svo að hann viti, livað
er satt, rétt og gott í hverju einstöku tilfelli. Þá koma sam-
lifsdvggðirnar, ást og trúfesti, andlegur heiðar-
1 e i k i, áreiðanleiki og ráðvendni, og loks hinar
æðstu þjóðfélagsdyggðir, réttlæti, sanngirni og vel-
vild ásamt mannréttindum þeim, sem hverjum manni eru
áskilin i hverju lýðfrjálsu landi.
Manni virðist nú, að slíkt siðgæði ætti að geta nægt fvrir
þetta líf, og að maður, sem væri búinn slíkum kostum, ætti
að geta orðið fyrirmynd annarra í lifi sinu og brevtni. En
fjöldi manns er tveggja lieima börn, og þeim nægir ekki að-
eins að tifa þessu lífi, heldur þrá þeir og hið næsta og næst-
næsta og jafnvel Iieila eilífð, þótl þeir viti naumast, hvers
þeir eru að óska sér (sbr. Gyðinginn gangandi). En þótt menn
hugsuðu ekkert nema um þetta lif, mundi elcki trúin geta
aukið þeim þrek og þrótt til þess að lifa lífinu, og aukið þeim
jafnvel útsýn út yfir þetta líf og gert þá vfirleitt ánægðari
með tilveruna? Vér spyrjum því:
3. Er siðgæðið sjálfu sér nóg? Eða þarfnast það einhverrar
frekari viðbótar eða einhverrar uppörvunar sér til styrktar
og fullkomnunar? Þessari spurningu verður ekki svarað nema