Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Page 238
I
236
líf eða dauði, og að hvorugt sé kvíðvænlegt. Sé dauðinn
draumlaus svefn, þá sé eþki unnt um neitt að sakast eftir á.
En sé liann upphaf áframhaldandi lífs, munum vér sennilega
reyna að lifa því betur en hinu fyrra, ef vér þá munum nokk-
uð eftir þvi. En — sé ekkert alheimsáform til, sem heimurinn
í heild sinni stefnir að, og sé lifið ekki annað en tilgangslaus
leikur og það jafn-skelfilegur og nú, þá er til ærið litils lifað.
Stefni aftur á móti heimurinn og öll tilveran að einhverju
háleitu marki, og sé einhver sá rnáttur eða þau máttarvöld i
tilverunni, er ýti henni áfram smátt og smátt og þá einmitt
fyrir tilstilli mannanna og annarra vitsmunavera að sífellt
æðra marki, þá er um ekkert að sakast og öllu í raun og veru
horgið. Því komst Marcus Aurelius keisari endur fyrir
löngu svo að orði á einum stað í Hugleiðingum sínum:
„Annaðlivort er allur heimurinn einn heljar-glundroði
frumefna, sem ýmist gera að tengjast eða tvístrast, eða í
honum er eining með skipulagi og forsjón. Ef hið fyrra á sér
stað, til hvers er þá þessi löngun til þess að dveljast í þessum
handahófs glundroða, í þessu feni? Hví þá að hugsa um ann-
að en það, hvernig maður geti aftur orðið að mold? Og hvers
vegna þá að vera að gera sér áhyggjur? — Hvað sem ég svo
geri, munu upplausnaröflin ná mér. — En ef hið siðara á
sér stað, þá tilbið ég þá veru, sem stjórnar oss, finn hvíld i
henni og varpa allri minni áhyggju upp á hana.”1) — En þessa
veru nefnum vér nú guð eða forsjón.
Hér sjá menn þá, hverju trúin veldur, hverrar tegundar
sem hún annars er. Hún setur heiminum og mannlífinu
markmið, sem vert þykir að keppa að; hún levsir menn af
óttanum við dauðann og elur von um áframhaldandi líf og
þróun. í stað upplausnar og endileysu setur hún lífi voru og
starfi tilgang og hvetur menn til þess að stefna hærra og
hærra í þeirri von, að jafnvel mannlífinu hér á jörðu takist
að ná einhverskonar fullkomnun; en hregðist það að ein-
hverju eða öllu leyti, muni það takast einhverntíma og ein-
hversstaðar í alheimsvíðáttunni, hvort sem vér nú verðum
þar til kvödd eða elcki.
En hvaða hugmyndir gera trúaðir menn sér þá almennl
um þessa æðstu veru, forsjónina eða guð? Þær eru næsta
sundurleitar og hvíla á mismunandi forsendum, en þó munu
þessar einna helztar: Mannlifið er fallvalt og' stutt og menn-
1) Pensées tle Mare-Aurel, VI, 10.