Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Side 239
237
irnir j'firleitt siðferðilega ófullkomnir. Því er lítil von um, að
þeir nái fullkomnun sinni í þessu lífi, né heldur þeirri ham-
ingju, er þeir þrá svo mjög. Þessvegna er það, að trúaðir
menn setja allar sínar vonir til guðs og annars lífs. Þeim
finnst sem guð muni geta bjargað þeim út yfir gröf og dauða,
að hann muni geta gefið þeim líf á lif ofan, svo að þeir geti
náð þeirri fullkomnun og þeirri sælu, sem þeim sé unnt að
ná. Þeim finnst og', að hann, hinn almáttugi, réttláti og algóði
Guð, sé hæði skapari og stjórnandi heimsins og jafnframl
hin æðsta siðferðilega fvrirmynd, og að hans tilgangur sé,
að allt, sem lífs er, nái sinni æðstu fullkomnun þessa heims
eða annars. Þetta gefur þeim von og trú og jafnvel trygg-
ingu fvrir því, að takmarki þessu verði náð; og þetta veitir
mörgum manninum það trúnaðartraust, þá þrautseigju og það
þolgæði, er gerir það að verkum, að hann, þrátt fyrir allt
andstreymi þessa heims lætur ekki hugfallast, en berst öt-
ulli haráttu til síðustu stundar. Má því segja, að trúin geti
veitt manninum þetta tvennt, siðferðilegan þrótt, er forði
honum frá að láta hugfallast, og þá útsýn vfir þetta líf, sem
honum virðist, að sér sé nauðsvnleg til siðferðilegrar full-
komnunar. Og sé trúin sjálf göfug og siðferðilega háleit, þá
gefur hún manninum allajafna hina æðstu siðferðilegu fyrir-
mynd. En af þrá mannsins til siðferðilegrar fullkomnunar
og að lokum alsælu spretta hinar svonefndu trúarkröfur sið-
fræðinnar.
5. Trúarkröfur siðfræðinnar. Nú er það ekki einungis svo,
að trúaðir menn geri sér slíkar hugmyndir, heldur hafa og
nokkrir siðfræðingar, og þeir ekki af lakari endanum, eins
og t. d. I m m a n u e 1 K a n t, sett þessar skoðanir fram sem
ákveðnar trúarkröfur siðfræðinnar. Þótt liann í fvrra aðal-
riti sínu (Kritik der reinen Vermmft) hefði sýnt fram á, að
mannleg skynsemi gæti á engan hátt fært fram óyggjandi
sannanir fyrir tilveru guðs, fullyrðir hann i hinu síðara að-
alriti sínu (Kritik der praktischen Vernunft), að maðurinn
hafi bæði persónulega og siðferðilega þörf á að krefjast þess
og vona það: 1. að hann lifi líkamsdauðann, því að öðrum
kosti geti hann ekki vænzt að ná þcirri fullkomnun, sem
siðalögmálið útheimti; í 2. lagi krefjist dvggðin launa sinna,
en þar eð dyggð og hamingja eigi sjaldnast samleið i þessu
lifi, verði menn í 3. lagi að vona það og trúa því, að guð sé
til, svo að hann geti samræmt það, er nefna mætti hin æðstu
gæði, að dyggð og sæla fari saman, þá er fullkomnuninni sé