Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Page 240
238
náð. Þetta þrennt, persónulegur ódauðleiki, dyggð og sæla
og samstilling livors tveggja fyrir tilstilli guðs, séu því trúar-
kröfur þær, sem siðfræðin verði að gera, til þess að mönnum
sé unnt að ná hinni æðstu siðferðilegu fullkomnun. Þannig'
sprettur trúin af siðferðisviðleitni manna og hamingjuþrá, en
siðferðisviðleitnin ekki af trúnni, eins og menn þó tíðast liafa
lialdið fram hingað til.1)
ö. Mótbárur. Margt hafa menn nú fundið skoðun þessari til
foráttu, meðal annars það, að hún stæði í mótsögn við það,
er Kant hafði lialdið fram um sannanirnar fyrir tilveru guðs
í fyrra aðalriti sínu; annað það, sem Kant heldur sjálfur fram
i siðfræði sinni, að dyggðin liti ekki til launanna og liætti að
vera dyggð, jafnskjótt og hún geri það; og þriðja það, að
dyggðin hafi umbun sina í sjálfri sér, i sinni eigin sælu með-
vitund um það, að maðurinn hafi breytt eins og vera bar.
Á hinn hóginn verður því ekki neitað, að menn vfirleitt þrá
áframhaldandi líf fyrir sig og sína, og að það megi verða
sælla en líf það, sem vér nú lifum; livort menn á hinn bóg-
inn þrái framhald lífsins af siðferðilegum ástæðum, er mjög
miklum vafa undirorpið, en líklegra, að hamingjuþráin sé
orsök þess. Hitt er vitað, að kristin trú gerir ráð fyrir tvenns
konar guðsríki, guðsríkinu hið innra í oss og guðsríkinu eins
og það birtist við enda veraldar. Hugsar hún sér guð sem
föður og forvörð þessa mikla allsherjar ríkis guðs og manna.
En þá má loks spvrja, hvort kristin kirkja liafi stutt að þróun
siðgæðisins í heiminum. Því má svara bæði játandi og neit-
andi; afdráttarlaust játandi, þar sem um siðalærdóm Jesú
sjálfs er að ræða, er sneri hinni ytri siðvendni lögmálsins upp
i innra siðgæði og hrýndi fyrir níönnum kærleiksrika brevtni;
en að ýmsu öðru leyti neitandi, þar sem kirkjan hefir oft
farið miður vel með þessa kenningu, lokað liana inni i bryrt-
stakk ákveðinna trúarsetninga, en sjálf einatt hvatt til haturs
og grimmdar, stríðs og styrjalda. Eða hvað segja menn um
allar ofsóknir liennar gegn annarrar trúar mönnum, trúar-
dómstólana alræmdu og' trúarbragðastyæjaldirnar fyrr og'
síðar?
7. Trúardyggðir kristindómsins. Hér skal ekki sagt nánar frá,
hvernig postular, kirkjufeður og kirkjuþing hagræddu kenn-
ingu Krists og lokuðu hana inni í ákveðnu trúarkerfi, sem að
ýmsu levti var andstætt hans eigin boðun, og er þó sú saga
1) Sbr. Kritik der praktischen Vernunft, II. Buch, III, IV u. V.