Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Page 243
241
liann sýndi kærleikann í verki. En þetta sýnir, að siðgæðið
þarf ekki að vera liáð neinni sérstakri trú eða trúarskoðun
og að Iiinir „skínandi lestir“ heiðingjanna geta orðið að
dyggð! —
8. Kenning Krists. Þá verður loks að henda á það, sein .Tesús
leggur hvað mesta áherzlu á, en kirkju hans og klerkum hefir
svo oftlega yfirsézt, en það er, að siðgæðið verður að fá tima
til að þróast. Það er með það eins og kornið á akrinum. Því
verður honum svo tíðrætt um hið góða og hið vonda sæðið,
góðgresið og illgresið. Hvorttveggja á að fá að híða korn-
skurðardagsins, heimsendis. Hér er ekki lieldur gert ráð fyrir
neinu náðarvali né náðarmeðulum, heldur sæði og sáðmönn-
um, illum og góðum, og síðan eðlilegum vexti og þróun. Því
er siðalærdómur Krists, út af fvrir sig og óháður öllum kenni-
setningum kirkjunnnar, svo ákjósanlegur grundvöllur undir
liina veraldlegu siðfræði (eins og sýnt var fram á í X, 8),
því að hann heldur fram hægfara þróun mannkynsins í sið-
ferðisáttina til aukinnar mannúðar og mannkærleika, en liat-
ar faríseana, sem hiðjast fyrir í guðshúsum og á gatnamót-
um og þakka guði fyrir, að þeir séu ekki eins og aðrir menn.
Hver veit, hvað skeð getur á þúsundum ára, þegar menn
eru búnir að reka sig nógu oft og nógu hræðilega á það, að
úlfúð og fjandskapur, stríð og stvrjaldir leiða til ills eins, en
samhugur, samstarf og hróðurþel leiða til slíkra lieilla og
hamingju, er líkja mætti við himnariki á jörðu. Hver veit,
nema mannkynið allt og forráðamenn þess vitkist svo með
tið og tíma, að þeir játist að síðustu fúslega undir siða-
kenningar Jesú Krists, þótt menn hafni trúarkenningum
kirkju þeirrar, sem svo oft og að óverðugu hefir skreytt sig
með nafni hans og lialdið fram skoðunum, sem eru gagn-
stæðar öllu siðgæði.
9. Hugsjónin lifir. Hvernig sem kann að fara um kennisetn-
ingar kirkjunnar, þá er það víst, að hugsjón Krists lifir. Til
eru tvö hréf eftir rómverskan lækni og herforingja frá 62
e. Kr. b.,1) er Páll postuli liafði verið tekinn af lífi í Róma-
borg. Þau lýsa Páli sem skynsömum, góðlátlegum manni,
sem þó hefði verið að boða sértrú ungs manns Jóshúa (o:
Jesú), er líflátinn hefði verið í Jerúsalem á dögum Pontíusar
Pílatuss, skv. kröfum prestanna þar og lýðsins fvrir ])að, að
hann hafi talið sig konung í ríki andans og' bróðurkærleik-
1) Van Loon : The Story of Mankind, 3rd Ed., 1938, pr. 119 o. s. Bréfin
eru talin vafasöm.
31