Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 244
242
ans. Hann heföi ekki viljað gera greinarmun á Gyðingum,
Grikkjum og Rómverjum, en talið alla menn bræður, er ættu
að lifa í sátt og samlyndi iiver við annan, og guð föður allra
manna. Pontius hafði viljað hlífa honum og átt við liann
langar samræður; en er því var lialdið fram af málsvörum
Gyðinga, að hann liefði gert eða ætlað að gera uppreisn gegn
keisaranum, þorði hann ekki annað en framselja liann, og
því fór sem fór. En hugsjónin lifir.
10. Samveldishugsjónin. Rómaveldi, er sameina vildi allar
þá kunnar þjóðir, leið undir lok. Hið þýzk-rómverska ríki, er
var ekki annað en laust samband nokkurra Evrópuríkja,
leið einnig undir lok, að nokkru leyti fyrir andstöðu kirkj-
uimar og sundurlyndi kaþólskra manna og' mótmælenda. Og
naumast þarf að nefna hið heilaga bandalag, er var ekki ann-
að en samtök þriggja einvalda í Evrópu undir yfirskyni guð-
hræðslunnar. En ef það tækist nú eftir þetta stríð að stofna
til samveldis þriggja eða fjögurra stórvelda heims i nafni
mannúðar og mannréttinda og með það fyrir augum að girða
fyrir stríð og styrjaldir, en jafna öll milliríkjamál á friðsam-
legan hátt, þá væri stórt spor stigið í áttina til friðsamlegrar
samvinnu þjóðanna. Og þá færu menn ef til vill að sannfær-
ast um, að allir menn væru bræður og liefðu sín mannrétt-
indi, hverrar þjóðar og hverrar trúar sem þeir annars kynnu
að vera. Gæti þá éf til vill farið svo að síðustu, að menn við-
urkenndu hugsjón Krists og gerðu hann að andlegum konungi
sínum, þótt þeir i litlu eða engu vildu sinna kennisetningum
kirkjunnar eða hinum gyðinglegu helgisögnum hennar. Krist-
ur og siðakenningar hans eru það eina, sem heimurinn hefir
þörf fyrir. Hitt, sem utan um það hefir verið vafið, mætti
gjarnan leggja fyrir óðal.1)
11. Endurlausnari eða leiðtogi? Ég vildi mega mælast til, að
það, sem hér verður sagt um guðsliugmyndir Gjrðinga, verði
ekki tekið sem ádeila á guðshugmvnd kristinna manna, og
að það, sem hér verður sagt um endurlausnar- eða friðþæg-
ingarliugmyndina frá siðferðilegu sjónarmiði, verði ekki tekið
sem ádeila á trúar- og siðalærdóma Krists.
Jahve, guð Gyðinga, var i fyrstu grimmúðugur orustuguð,
sem vildi láta drepa óvini sina og þjóðarinnar eftir mæli-
snúrum. Af sinni eigin þjóð heimtar hann og iðulega hlóð-
fórnir og sláturfórnir og einu sinni á ári, að honum sé fórn-
1) Sbr. Leo Tolstoy og skriftamál hans.