Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Side 245
243
að frumgetnaði alls i Hinnomsdal, Gehenna, í nánd við
Jerúsalem, þaðan sem þá lieyrðist grátur og gnístran tanna.
Þessi guð hafði og í reiði sinni viljað fórna öllu mannkyni
eftir syndafallið, ef Nói og skyldulið hans hefði ekki fundið
náð fyrir augum hans. Hann bauð og Abraham að fórna syni
sínum, ísak, sem var jafn ósiðlegt frá sjónarmiði guðs og
manns, þótt það væri gert í þeim tilgangi einum að prófa
hlýðni mannsins við guð. Hið sama endurtekur sig í liuga
Páls postula og fyrirrennara hans, er þeim finnst, að ekki
verði friðþægt fvrir syndir mannanna á annan hátt en þann,
að guðs eingetinn sonur friðþægi með krossdauða sínum fyrir
syndir manna. Öll þessi grinnnd og mannúðarleysi tilheyrir
hinum elztu þáttum gyðingdómsins.
En svo koma hin miklu aldahvörf á spámannatímunum.
Þá er guð látinn mæla fyrir munn Amos: „Miskunnsemi þrái
ég, en ekki fórnir“, og þá er farið að leggja aðaláherzluna
á réttlætið og hið siðferðilega, og þá verður Jahve að hin-
um heilaga í ísrael. Þó eimir enn eftir af grimmdarandanum
og af lieiftrækninni og þeirri Iiugsun, að einhver, syndahaf-
urinn, ef ekki annað, heri burt fólksins syndir. Þó tekur út
vfir, þegar guð er látinn fórna sínum eingetna syni til hjálp-
ræðis mönnunum, eins og nokkur verði siðferðilega betri
fyrir það, þótt saldaus þjáist fyrir selca, og eins og hin sið-
ferðilega betrun sé ekki í því fólgin að talca sér sjálfum fram?
Hér snýr Jesús Kristur sjálfur alveg við blaðinu. Hann gerir
guð að gæzkuríkum föður allra manna, og sjálfur segist hann
vera hinn góði hirðirinn, sem kominn sé til þess að leila hinna
týndu sauða. Og svo dregur liann upp i fjallræðunni liina feg-
urstu siðferðilegu fyrirmynd, sýnir fram á, hvernig hin ytri
siðvendni verði að siðgæði hið innra, og að allt sé undir þvi
komið, að menn ali ekki á reiði sinni, lieldur reyni að elska
hver annan og hjálpa hver öðrum eins og bræður.
Að endurlausn er ekki vikið i samstofna guðspjöllunum
nema á tveim stöðum (Mark. 10, 45; Matth. 20, 28): „að lata
lífið til lausnar fvrir marga“ og má vel vera, að þetta sé
seinni tíma innskot, en aðaláherzlan lögð á hitt, að iðrast
og gera yfirbót og reyna að verða að nýjum og betri manni.
En svo er allur þessi háleiti siðalærdómur kviksettur og
skrínlagður með kenningu Páls postula um það, að vér hefð-
um allir orðið að deyja fyrir syndasekt Adams og Evu, ef
Kristur hefði ekki með fórnardauða sínum kevpt oss undan
lögmálinu og friðþægt oss við guð, svo að vér gætum upp-