Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Page 248
XXIV. Heimspeki og trú.
1. Á leiöarenda. Ég liefi nú undanfarin ár verið að rita og
ræða um ýmis vandamál mannlegs lífs, svo sem erfðir og
uppeldi og önnur siðferðileg vandamál. En nú er komið á
leiðarenda eða svo langt, sem mannleg þekking nær. En þá
er aðeins eftir að spyrja þess, livort unnt muni að eygja lengra
fram eða afla sér einhvers heildaryfirlits yfir tilveruna, og
hvort annaðhvort heimspeki eða trú eða hvorttveggja muni
geta hjálpað oss til þessa.
Það er á allra vitorði, að mannsbarnið fæðist sem siðferði-
legur og andlegur óviti. Með uppeldinu er revnt að aga það og
siða og gera það að góðri, félagshæfri veru. Einnig er reynt
að kenna því hitt og þetta, er komið geti að haldi í lífi þess
og starfi. Flestir hljóta því einhverja almenna menntun auk
þeirrar sérþekkingar, sem þeim er nauðsvnleg í starfi sínu.
En nokkrir verða að fræðimönnum og vísinda; stunda þeir
hin og þessi fræði og vísindi og vita því meir en almennt ger-
ist hver á sínu sviði. Og einstaka menn, en það eru hinir svo-
nefndu heimspekingar, langar til að afla sér nokkurs konar
yfirlits yfir flest mannleg fræði og vita, hve þeir komast langt
með því í skilningi sínum á tilverunni. En þótt þeir kunni að
komast feti framar en ýmsir aðrir, verða þeir einnig að játa
það að síðustu, að þeir viti ekkert með vissu um upphaf né
endi þessarar tilveru né heldur um innsta eðli hennar. Vér
verðum því að játa hvorttveggja, að vér fæðumst sem
óvitar og devjum sem eivitar (agnostics), nema ef til
vill þeir, sem þykjast vita betur i krafti einhverrar opinber-
aðrar trúar. En hvert er þá að leita? Annaðhvort til lieim-
speki eða trúar eða jafnvel hvorstveggja. Heimspekin fer
þó naumast lengra en hún telur sér fært eða henni þykir
sennilegt eftir því, sem hin vísindalega þekking bendir til.
En þá er trúin; hún er því alvön, þótt rökin þrjóti, að hvarfla