Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Side 251
249
konar „andleg kemí“. Vér búum til allskonar orð og orð-
flokka úr sama stafrófinu og með niðurskipun orðanna i setn-
ingar lýsum vér hinum fjölbreyttustu og flóknustu hugsun-
um. Auk hinna algengu hugrenningatengsla, sem allir kann-
ast við, er menn lýsa hlutum og atburðum í þeirri röð og sam-
hengi, er þeir liafa komið fyrir i, er líka til fjöldi oi’ða og
orðatiltækja, er fá allt aðra merkingu, er þau eru skeytt sam-
an, en þau liafa áður haft. Orðin „brjóst“ og „sykur“ hafa
hvort sína merkingu, en er þau eru skeytt saman í orðið
„brjóstsykur”, fá þau nýja og allt aðra merkingu. Eins Iiafði
þýzki sálarfræðingurinn Wilh. Wundt sýnt, að til væri
nokkuð, er nefna mætti „skapandi samhæfingu“ (schöpfer-
ische Synthese), er væri allt annað en venjuleg hugrenninga-
tengsl. Þegar ég fer með vísuna: „Ap., jún., sept., nóv. þrjátíu
er“, þá eru það einföld raðartengsl, sem ég hefi einhvern-
tíma lært í æsku. En er Newton orðaði þyngdarlögmál silt
á þá leið, að aðdrátturinn milli tveggja hnatta stæði i heinu
hlutfalli við massa þeirra, en í öfugu hlutfalli við fjarlægð-
ina í öðru veldi, þá var það ný uppgötvun, skapandi sam-
hæfing.
Nú gæti hugsazt, að þessi skapandi samhæfing með öllum
þeim nýjungum, er liún hefði i för með sér, næði lil allra
hluta, lifandi og dauðra, til efnis, lífs og anda og jafnvel
bæði aftur og fram fyrir það, og væri þá ekki lítið í þetta
varið fyrir alla heimsskoðun vora. Tilveran yrði þá að si-
felldri framvindu nýrra eiginleika á síhækkandi stigum eða
eins og einn náttúrufræðingurinn komst að orði að „hækk-
andi söng“. Enda fór nú æ meir og meir að hóla á þessari skoð-
un upp úr aldamótunum 1900. Þá tóku stjarnfræðingar, er al-
liugað höfðu litróf ýmissa sólstjarna, eins og t. d. Lockyer,
að halda því fram, að frumefnin mvnduðust smátt og srriátt
á sólunum, eftir því sem þær kólnuðu, þangað til þau loks
væru öll orðin til á hinum köldu hnöttum. Þar mvnduðu
þau aftur samsett efni, lífræn og ólífræn o. s. frv. Það var
því engin furða, þótt heimspekingar tækju að gefa gaum að
þessari þróun og að franski heimspekingurinn Henri
Bergson gæfi aðalriti sínu heitið Skapandi þróun
(L’Évolution créatrice, 1007), þótt hún væri nokkuð á aðra
leið en náttúrufræðingar vildu kannast við. En nokkuð var
það, að nú tóku menn að halda því fram, að efni, líf og
andi hefðu þróazt hvert frani af öðru og að efnið sjálft væri
til orðið.
32