Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Qupperneq 252
250
Ég hefi getið þess annarsstaðar og í öðru sambandi,1) að
sjaldan hafi orðið meiri aldahvörf í andans heimi en upp úr
aldamótaárinu 1900. Það ár kom Planck fram með þá-stað-
liæfingu, er síðan hefir verið marg-staðfest, að orkan streymdi
ekki fram í samfelldum straumi, heldur í smáorkuskömmt-
um (kvanta). 1903 létu þeir Rutherford og Soddy það
boð út ganga, að hin geislandi efni vörpuðu frá sér þrem
tegundum geisla, a-, /3- og y-geislum; i alpha-geislunum væru
helium-eindir, í beta-geislunum rafeindir, en ganunageisl-
arnir alveg óvægir og efnisvana. Hér væri í raun og veru um
sjálfkrafa upplausn hinna geislandi efna að ræða. Og er sjálf-
ur Ernest Rutherford kom fram með þá kenningu 8
árum síðar (1911), að frumeindirnar væru ekki gagnþéttar
og ekki fvlltar efni því, er þær væru kenndar við, heldur
mynduðu eilítil ósýnileg sólkerfi með pósitívt hlöðnum raf-
magnskjarna (proton) í miðið og fleiri eða færri negatívum
rafeindum (elektronum), er flygju í misvíðum brautum um-
liverfis kjarnann, þá voru dagar efnishyggjunnar í raun réttri
taldir. 1905 kom Einstein fram með þá staðhæfingu, að
ekki væri til neitt algert rúm eða tími, heldur væri allt iivað
öðru afstætt (relativt); og 4 árum síðar kom Minkowsky
fram með þá staðhæfingu, að vér byggjum í fervíðu tímarúmi,
þar sem tíminn með hinni framvindandi orku myndaði fjórðu
víddina og kæmi öllu, sem i rúminu væri og rúminu með á
sífellda framrás. Niel’s Rohr sameinaði kenningar þeirra
Plancks og Rutherfords með þvi að sýna fram á, að hinar
negatívu rafeindir efniseindanna gætu stokkið úr einni braut
í aðra, ýmist að eða frá kjarna; stykkju þær að kjarna, gæfu
þær frá sér ákveðinn, orkuþrunginn Ijósstaf (plioton);
stykkju þær frá kjarna, sygju þær í sig utan frá samsvarandi
ljósstaf. Loks sýndi Moselev, sá er féll illu heilli í fyrri
heimsstvrjöld á Gallipoliskaga, að raða mætti frumefnunum
eftir rafeindatölu þeirra frá 1 upp í 92, því að frumefnin
mvnduðust hvert á fætur öðru með því að bæta við sig 1 raf-
eind, og nú eru öll þau frumefni fundin nema tvö, sem eiga
að fylla 85. og 87. sætið í frumeindatöflunni.2) Þannig er þá
sýnt, bæði að efnið verður til og leysist upp að nýju og að
efniviður þess eru frum og röf, eða aðlægar og frádrægar
rafeindir.
Hinum margvíslegu farbrautum rafeindanna innan frum-
1) Afmælisrit Visindafélagsins, Greinar II, 2, Rvk 1943, bls. 12 o. s.
2) Soddy: Sciencc and Lifc, 1920, p. 104.