Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Qupperneq 253
251
einda efnisins var bráðlega skipt i belti, er nefndust K-, L-
og M-belti, K-belti næst kjarna, L-belti í miðið og M-belti
fjarst, og var oft lítl unnt að greina þar í milli. En það, sem
skráð er svo smáu letri í smáheimum efniseindanna, að það
verður lítt greint eða alls ekki, er skráð svo stóru letri í stór-
heimum sólnanna í himingeimnum, að það getur engum dul-
izt. Menn vissu þegar fyrir löngu, að skipta mátti sólunum
i þrjá aðalflokka, dvergsólir, miðlungssólir og risasólir, cn
vissu ekki, af hverju þessi stærðarmunur stafaði, er að þver-
máli stóð af sér eins og og 12:22:32 = 1:4:9. En nú hefir Sir
Jarnes Jeans komið fram með þá tilgátu, að í þéttustu og
minnstu sólunum, dvergsólunum, væru kjarnar efniseindanna
búnir að missa allar liinar negatívu rafeindir sínar, svo að
kjarnarnir lægju liver upp að öðrum og mvnduðu hið fast-
asta og þyngsta efni er til væri (1). En þvcrmál miðsólnanna
(4) bæri vott um, að flestar efniseindir þeirra befðu enn þá
K-belti sitt með tilheyrandi rafmagnseindum; en að stærstu
sólirnar, risasólirnar með hinu mikla þvermáli sínu (9) befðu
í efniseindmn sínum varðveitt bæði L- og M-beltin með þvi
feikna-orkumagni, sem þessu væri samfara.
„Þannig er þá,“ segir Jeans, „leyndardómurinn við gerð
frumeindanna skráður stóru letri um allan himingeiminn í
þvermáli sólstjarnanna. Hinn mikli stærðarmunur, sem er
t. d. milli hinna svonefndu hvítu dvergsólna og næsta flokks,
miðlungssólnanna, sem er þar fyrir ofan, sýnir manni og
sannar, að hinn pósitívt hlaðni kjarni hverrar frumeindar er
margfalt minni að þvermáli en innsti rafeindahringurinn um-
hverfis hann. Vér höfum þannig fengið stjarnfræðilega sönn-
un fyrir því, bversu mikið rúm er milli kjarnans og rafeinda-
brautanna, bversu „þpnar og innantómar“ frumeindirnar
eru."1) Og enn sjáum vér af þessu, að efnið er af rafkenndum
uppruna. En allt þetta sýnir, að hin smæsta efniseind virðist
af sömu eða svipaðri gerð og liin stærstu sólkerfi, og bendir
það óneitanlega á vitrænan uppruna, enda getur Jeans þess
til, að einhver óumræðileg vitsmunavera bafi komið þessu
þannig fyrir.
Þetta og ýmislegt annað átti sér nú stað á sviði hinnar
nýrri eðlisfræði, á meðan hinar nýrri heimspekistefnur voru
að verða til; en þær stefndu að því að benda á samanhang-
andi þróun alls í tilverunni, efnis, lífs og anda, bvers fram af
1) Sir James Jeans: Astronomy and Cosmogony, Cambr. 1929, bls. 412.