Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 255
253
aftiu- gagngerð áhrif á alla breytni vora og tilgangsstarfsemi
fyrir gagnhugsaða niðurskipan tækjanna (orsakanna) til þess
að ná ákveðnum tilgangi. Þannig spretti iiið sálarlega upp
af því líkamlega, og þegar það fyrir flókna og fíngerða heila-
starfsemi mannsins hafi náð hæsta stigi sínu, þá sé meðvit-
undin ekki einungis orðin sín og lilutanna meðvitandi, lieldur
líka áformandi og framleiðandi og geti því liaft gagngerð
áhrif á umhverfi vort og lifnaðarháttu.
Vér liöfum nú ekki þessa forsögu lengri, en víkjum að
sjálfum heimspekistefnunum, en þar ætla ég aðallega að lýsa
hinum svonefnda nýrealisma.1)
4. Nýrealisminn og hin framvindandi þróun. Höfundur ný-
realismans á Englandi er prófessor S. Alexander tal-
inn. í hinu mikla, en þunglesna riti sínu, Spcice, Time and
Deiiij (I. útg. 1920, II. útg. 1934, sem hér er vitnað lil), lýsir
hann framvindu tilverunnar á þann liátt, að fyrst liafi verið
lil svonefnt tímarúm, sem orðið hafi móðurskaut alls
annars, sem siðar varð til. í tímarúmi þessu á að vera sí-
felld hreyfing, en ekkert fær maður um það að vita, Iivað
sé þar á hreyfingu. Þó hregður þvi fyrir á einum stað (II.
bindi, p. 53), að hann geti vel hugsað sér, að það, sem nefnist
rafinagn eða ljós, sé undanfari efnisins, og að efniseindirnar
séu aðeins mismunandi samhæfingar rafmagnseinda. En að-
aleigindir efnisins séu orka og massi.
Þeir, sem án allt of mikilla erfiðismuna kvnnu að vilja kynna
sér kenningar S. Alexanders, gætu slegið upp á 46. hls. II.
bindis, þar sem hann tekur að lýsa eðliseigindum hinna ýmsu
stiga framvindunnar.
Þar lætur hann aftur innantómt tímarúmið eða öllu heldur
tímann sjálfan valda tilvist alls og fallvaltleik, þar sem tím-
inn leiðir allt í Ijós, lætur það staldra við og hverfa til þess
aftur að veita því framrás, sem fram á að vinda. Timinn er
þvi hvorttveggja i serin, nokkurs konar höfundur alls og
„slyngur sá sláttumaður, er slær allt, hvað fvrir er“. Tíma-
rúmið er þannig til á undan efninu, innantómt að vísu, en
þó á sífelldu iði, og umlykur sjálfl allt það, sem kann að verða
til i því. En tilverustigin, sem verða til innan þessa tímarúms,
eru: 1. vélrænt efnið með vissum frumstæðum eiginleikum;
1) líg liugsa, að nafnið nýrealismi sé sprottið af' þeirri hugsun, að vér
tökum tilveruna eins og hún er eða birtist oss og reynum að finna i licnni
]>að samhengi, sem auðið er. Höf,