Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Page 258
256
ekki annað en barnalegur vítaliringur, þar sem einmitt það
er slaðhæft, sem átti að sanna. En sú fullvrðing, sem Arislo-
teles og ýmsir aðrir liafa haldið fram, að guð sé fyrsta orsök
alls, gerir liann annaðhvort næsta ófullkominn eða fær hon-
um mikillar áhyrgðar fyrir allt það illa og ófullkomna, sem
til er í heiminum. Enn meiri áhyrgðar fær það lionum, sé
hann talinn skápari alls, og þó mestrar, ef liann, eins og sumir
trúa, hefir þegar í upphafi kjörið suma menn til eilífrar sælu,
en aðra, og meira að segja liávaða alls mannkynsins, til ei-
lífrar fordæniingar. Siðferðiskrafa Kants um tilvist guðs til
þess að hann geti veitt dyggðugum mönnum sæluna að laun-
um, virðist ekki vera annað en „óskþrungin liugsun“ og því
engin sönnnn fvrir tilveru guðs. En livað er þá að segja um
fegurðina og samræmið i tilverunni og alla hina dásamlegu
skipulagningu, sem sjá má á myndun og gerð lilutanna?
Mvndi maður þar ekki vera einna næst þvi að mega gera
ráð fvrir einhverjum liæstum höfuðsmið? — Jú, en það getur
lí'ka verið blekking, og náttúran liefði getað orðið svo, sem hún
er, af sjálfsdáðnm. Ef til vill er krystallinum það eðlilegast
eða Iionum sá einn kostur nauðugur að taka á sig krystalls-
mynd sína. Og mölin í fjörunni er orðin svo ávöl og fagurger
fyrir það, að brimið hefir sorfið steinana hvern með öðrum.
Og ekki rísa kóraleyjarnar úr sæ nema fyrir sleitulausa har-
áttu óteljandi örsmárra kóraldýra, sem eru að vinna kalkið
úr brimlöðrinu sér til lífs og verndar. Ef til vill er allt þetta
dásamlega skipulag náttúrunnar sprottið af gagnkvæmri
haráttu, aðlögun lífveranna sjálfra el’tir lífsskilyrðunum og
úrvalning náttúrunnar.
Sumir eru raunar algyðistrúar og líta á guð sem íbúandi
skapandi mátt (nisus formatiims) eða sem fjörmagn alls; en
þá missir guð persónuleika sinn og menn hætta að geta heðið
liann og ákallað. Langflestir líta á liann sem persónulega eða
yfirpersónulega veru; en hvar ætti þá vera þessi að geta liafzl
við og liaft varanlegan samastað? Ekki í himnunum, því að
þeir eru hrundir og alheimsvíðáttan ein eftir, köld og óvist-
leg. Eklci á sjálfum sólunum, því að þar myndu engar lífverur
geta þrifizt. En þá ef til vill á einhverjum reikistjörnum, er
liktust vorri eigin jörð? En þá vrðu þær verur, er þar byggju,
tímanlegar, líkt og sjálfir hnettirnir, sem þær bvggðu, og
gætu tæpast talizt meir en tímanlegir guðir. En livar er þá
hins hæsta guðs og liins guðdómlega að leita? (p. 345).
Yér verðum að hugsa oss líkama guðs sem inntak alls þess,