Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Page 262
260
hér nokkru við um einstök stig þróunarinnar, þau, sem oss
eru að nokkuru kunn, svo og um orsakasamhengið á liverju
þessara stiga fyrir sig.
5. Tímarúmið og hin framvindandi orka. Hin nýrri eðlis-
fræði kennir oss, að vér húum i fervíðu tímarúmi með hin-
um þrem þekktu rúmsvíddum og svo tímavíddinni, er sífelll
lmígur fram á við og mjakar öllu með sér fram á leið, en
aldrei aftur á hak. Þetla er í raun réttri hin framvindandi
alheimsorka, er í fyrstu hirtist i líki pósitívra og negatívra
rafmagnseinda og smáorkuskanmita, en síðan í liinum ýmsu
myndum efnis, lífs og anda. Það er þessi hrynjandi alheims-
orkunnar, sem veldur öllum breytileik tilverunnar, öllum
atvikum i tímanum og öllum hlutmyndum í rúminu, hvort
sem þær nú standa lengur eða skemur; hún er hinn eigin-
legi nervus rerum eða öðru nafni slagæð tilverunnar.
Mætti líkja þessu við jötuneflt síhrynjandi fossafall, er mynd-
aði hringiður í straumfallinu.
Upphaf alls er þá orkan. Hún birtist fyrst í líki viðlægra og
frádrægra rafeinda, er fylla vissa liluta tímarúmsins, sem
raunar verður til með þeim. Hinar viðlægu rafeindir taka
fvrst að mynda margskonar frum (proton), sem ef til vill
eru ekki annað en smá-orkusveipir, ákaflega harðskeyttir og
orkuþrungnir, og' tengjast þau síðan fleiri eða færri frádræg-
um rafmagnseindum eða röfum (elektronum), er fljúga i
misvíðum bogum umhverfis frumið eða kjarnann, en við
þetta myndast frumefnin livert á fætur öðru. Áhöld eru um,
hvort hin léttustu eða þyngstu frumefni myndast fyrst.
Millikan liyggur, að þau verði til hvert á fætur öðru frá
því léttasta til þess þyngsta, en J e a n s hyggur, að þyngstu
frumefnin verði fvrst til á lieitustu og stærstu sólunum og
aflilaðist svo smám samau rafeindum sínum, þangað til ann-
aðhvort ein eða engin og kjarninn einn sc eftir, eins og i
dvergsólunum. En feiknaorka liefir lokazt inni í frumeind-
um efnanna og híður þess að vei-ða le,yst út að nýju í útgeislan
sólnanna. Hver einstök frumeind efnis er liarðsnúinn ein-
staklingur. Þó er ekki öllum samskiptum lians við umhverfið
lolcið, þvi að hæði getur negatív rafeind, ef hún stekkur
inn að kjarna, sent frá sér orkuskannnt í líki ákveðins
ljósstafs (photons), og ef liún stekkur frá kjarna í ein-
liverja ytri hraut, tekið við ákveðnum orkuskammti ulan
frá. Þá gera menn og ráð fvrir, að rafeindir þær, sem eru
í yztu brautum efniseindarinnar, séu ekki „full-mettar“ af