Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Side 265
263
öðrum frumum og hafið samstarf við þær. Og í frumeindinni
er allmikil orka fólgin líkt og í lífverunni. En frumeindin
getur ekki vaxið né dafnað, líkt og lifveran, heldur aðeins
þanizt út og dregizt saman, ef hún missir eina eða fleiri af
yztu rafeindum sínum; og liún getur alls ekki getið af sér
aðra samskonar einstaklinga, eins og lifveran. Leyndardóm-
ur beggja er falinn í kjörnum þeirra. Eins og kjarni frum-
eindarinnar ákveður gerð liennar og þyngd, þannig virðist
kjarni líffrumunnar standa fyrir endurnæringu, vexti og æxl-
un og ákveða líkamsskapnað lifverunnar með arfgjöfum sín-
um. En lifverurnar einar geta fæðzt, þróazt og dáið og getið
af sér aðra sína líka.
Þótt ætla megi, að líkamir jurta og dýra séu orðnir til úr
sumum einföldustu og almennustu frumefnum jarðar, svo sem
kolefni, súrefni, köfnunarefni, vatnsefni, fosfor og brenni-
steini; og þótt vér hljótum að kannast við, að lifandi líkamir
standi í hinu nánasta fýsisk-kemiska sambandi við umhverfi
sitt um allar lifsnauðsynjar sínar, virðist nú samt sem áður
lífið og lífverurnar vera sinnar tegundar (sui generis), þar
sem þær fæðast, þroskast og geta af sér aðra sina líka. AIll
leiðir þetta af megin-eiginleika þeirra, að þær geta endur-
nærzt og viðhaldið sjálfum sér. Af endurnæringunni leiðir
vöxt og viðgang, og æxlunin er aðallega vöxtur á öðrum
stað, í nýrri lífveru sömu tegundar, sem hin eldri lífvera er
að skapa. Lífið er því í raun réttri ekki annað en sífelld
sköpun og endursköpun (reproduction) þeirrar lifs-
myndar, sem áður var lil, með þeim breytingum, sem teng-
ing og samstarf tveggja ættfryma, ættfryma foreldranna,
kann að hafa í för með sér.
Einhver hin mesta uppgötvun síðari tíma í liffræðinni eru
athuganir þeirra Spemanns og félaga lians á froskeggjum og
tilraunir þeirra með hinn svonefnda skipulaga (organ-
isationscentrum) og áhrif lians á myndun fóstursins og sköpu-
lag. í þeim hvelmyndaða frumuhnoðra, er vembill nefnist,
inn af og upp af svonefndri vembilvör, hefjast á vissum stað
út frá svonefndum skipulaga eða vaxtardepli skipuleggjandi
áhrif, er stafa fyrst til nærliggjandi fruma og síðan hverrar
af annarri. Valda þau bæði vefjargreiningu ungfruma í ýmsa
sérgreinda vefi og myndun hinna ýmsu líffæra, svo sem frum-
garnar, frumdrátta að hrygg, hryggmænu og heila og ýmissa
skyn- og hreyfifæra; en öll mynda líffæri þessi til samans
hkama þeirrar tegundar, sem frjóeggið stafar frá.