Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 267
265
fremur grófgerðum efnabreytingum í skynfærum, taugum og
heila. En nú hugsa menn frekar i rafeindum. Hugsa menn
nú, að negatívir rafstraumar berist að skynfæri og taug og
valdi taugahræringu með því að fella hinar pósitívt hlöðnu
efniseindir úr hástöðu sinni og hvíldarástandi niður í aðra
iægri, og þannig herist taugahræringin eftir endilangri taug,
unz komið sé að taugatengslum yfir í sjálfar heilafrumurn-
ar, eina eða fleiri. Þar valdi rafeindirnar einhvers konar inn-
riti (engrammi), er hirtist þá þegar sem skynjun (præsen-
tation) af því, sem fyrir liefir horið, en geymist siðan sem
minnisspor (mnema) til næsta máls, er eitthvað svipað
kann að bera fvrir. En þá glæðast minnissporin, eitt eða fleiri
að nýju og valda annaðhvort meira eða minna ógreinilegum
k e n n s 1 u m eða greinilegri e n d u r m i n n i n g u . En er hugð-
irnar koma til skjalanna, hvíla þær á ýmiss konar hugrenn-
ingatengslum milli fleiri eða færri heilastöðva. Og þessi hug-
renningatengsl geta valdið því, að menn setji sér ýmsar fvrir-
ætlanir. En orsakasamhengið á þessu stigi er, að hinn hug-
kvæmi maður finnur sjálfur upp árangurinn, er hann stefnir
að (Causa invenit effectum).1)
Eitthvað á þessa leið verða menn að hugsa sér sambandið
milli anda og efnis, andann sem orkuþrungið starf rafeind-
anna, er skrá innrit sin í heilafrumurnar af því, sem fyrir
ber; en efnið sem tregt, en varðveitandi efni. En samkvæmt
þessu verða andi og efni nokkurs konar andfætlingar, and-
inn, sem skráir áhrifin utan frá í sjálfar heilafrumurnar og
fær þær til að blossa upp til meðvitundar, starfs og fram-
kvæmda; en efnið, sem varðveitir innritin og minnissporin,
unz þau glæðast að nýju í meira eða minna Ijósri endurminn-
ingu um það, sem áður hefir fvrir horið. Kemur þetta að vissu
leyti heim við þau ummæli Jeans, að „efnið eins og leysist upp
í sköpun og tjáningu andans“. En er hugðirnar og hugarstarf-
semin koma til skjalanna, verður að lita á það sem nokk-
urskonar hringferð heilaorkunnar frá einum hcilastöðvum til
annarra, og eru menn þegar farnir að geta mælt þessar heila-
sveiflur og greint ýxnis afhrigði þeirra (alpha-, beta-, gamma-
og délta-sveifhir), er nefnast electroencephalograms. En
snúum nú liuganum að mannlífinu, að félagslifi manna.
9. Mannlífið, verðmæti þess og hugsjónir. Eins og kunnugt
er, hefir mannlífið hér á jörðu framleitt margskonar sérkenni-
1) Sjá Grcinar II, 2: 0rsakasamhengi<5, his. 35—37.
31