Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Page 268
266
lega menningu, sem þó enn sem komið er naumast getur heitið
nema hálfmenning, sbr. báðar heimsstyrjaldirnar, er háðar
iiafa verið síðustu 30 árin og virðast ætla að evða og tortíma
mestöllum þeim menningarverðmætum, er mönnum á undan-
förnum öldum hefir auðnazt að skapa. En menningin á frið-
artímum hefir skapað oss hin og þessi verðmæti, sem oss
eru lijartfólgin.
Fyrir tæpum 5 árum flutti ég erindi, er ég nefndi „Um verð-
mæti mannlegs lífs“1) og taldi ég þar upp helztu verðmæti
þess, eða flest það, er maðurinn telur nokkurs virði. Fyrst
var það lifið sjálft, sem flestir reyna að varðveita í lengstu
lög. Þá voru það frumverðmæti lifsins, svo sem eldur, vatn,
loft og jörð, fæði, klæði skæði, liús og heimili og örvggi á lífi og
limum. Þá voru það menningarverðmæti eins og trú, lög og
siðir, form og myndir, sem félagslif manna lifir og lirærist
i. Þá voru það fjárhagsleg verðmæti, fjármunir og fasteignir,
er menn venjulegast keppast um að afla sér. Þá eru það hin
svonefndu veraldlegu gæði, auður, völd og metorð, er menn og
keppast um og leggja mikið í sölurnar fyrir. En svo koma hin
andlegu gæði. Þar má fyrst telja vit og lífsreynslu, þá forsjálni
og fyrirhyggju í lifi og starfi. Þá eru hin félagslegu verð-
mæti, svo sem skólar og opinherar stofnanir: póstur, sími,
útvarp, blöð, tímarit og bækur. Þá koma liin vísindalegu
verðmæti, uppgötvanir og uppfinningar og allskonar fróð-
leikur. Þá listræn verðmæti svo sem myndlist, málaralist,
sönglist, bókmenntir og skáldskapur. Þá koma hin siðferði-
legu verðmæti, sem eru svo nauðsvnleg heilbrigðu félagslífi
manna: liófstilling, hugprýði, trúmennska, áreiðanleiki, ráð-
vendni, réttlæti og góðvild. Og loks hin trúarlegu verðmæti,
trúin á guð og annað líf, sem aðallega eru fólgin i óskinni um
öryggi þessa heims og annars og uppfylling eða fullkomnun
hinna jarðnesku gæða, en þó einkum hinna siðferðilegu verð-
mæta, er siðan ætlu að lýsa sér í siðferðilegri fullkomnun og
sælu. Geta menn nú vænzt þessa með nokkrum eðlilegum
hætti út frá því, sem sagt hefir verið hér á undan um hina
framvindandi þróun?
Þar sem við hér erum komin að yztu mörkum mannlegrar
þekkingar, að efni, sem enginn getur vitað neitt um með
neinni vissu, svo sem spurningunni um guð, annað líf og
annan lieim, liæfði þögnin bezt; en einhvern veginn finnst
1) Samtið og saga, I, 1941, bls. 50.