Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Side 270
268
inn við hinn endann. Útreikningar sýna, að ljósstafur (phot-
on), sem hefði sama massa og vatnsefniseindin [og kemur
ur iðulega fvrir í svonefndum geimgeislum], mundi vera 28
áttundum hærri að tíðni heldur en fjólubláa ljósið og 29 átt-
undum hærri en rautt.“
Ennfremur segir hann: „Slík tíðni í geislun hefir það í för
með sér, að geislar þessir geta smogið föst efni; það er eins
og ljósöldur þessar rylcki sig svo hart inn á milli efniseind-
anna, að þær nái engum tökum á þeim til þess að stöðva
þær. Vér vitum t. d., að fjólubláir geislar ná dýpra inn í hör-
und manna en hvítt ljós, en það er af því, að þeir hafa styttri
bylgjulengd og hærri tíðni. Svonefndir X-geislar hafa tíðni,
sem er fullum 9 áttundum hærri en venjulegt sólarljós, og
vér getum reiknað út smogafl þeirrar hræðilegu geislunar,
er samsvarar massa einnar vatnsefniseindar; tíðni þeirrar
geislunar mundi vera 28V2 áttund hærri en venjulegt sólar-
ljós og hún ætti að geta smogið margra metra þykka blý-
plötu ...“
Hvaða álvktun myndum vér nú geta dregið af þessum stað-
reyndum og útreikningum? — Þá, að vér skvnjum aðeins
eina áttund ljóss í liinu sýnilega litrófi voru, en að til eru
minnst 28 áttundir ljóss þar fyrir ofan, sem vér alls ekki
fáum skynjað beinlínis. En af þessu leiðir, að til eru Ijós-
heimar allt í kringum oss, sem vér alls ekki fáum skynjað
né heldur vitað um, livað í kunni að búa. Því má gera ráð
fvrir slíkum ljóssins heimum, þótt vér vitum enn ekki, livort
noklcru er lífs auðið í þeim eða ekki.
11. Orkukerfi sálnanna. Er t. d. hugsanlegt, að það, sem nefna
mætti orkukerfi sálarlífsins, sé nokkuð i ætt við og geti hal'd-
izt við í slíkum ljósheimum?
Þar vil ég fyrst minna á þjóðsöguna um Dalakútinn1),
sem auðvitað hefir ekkert annað gildi en að sýna, hvernig
þjóðtrúin litur á þetta mál, að sálin líði eins og gufuhnoðri
upp af vitum manns og geti svo farið sinna ferða þessa heims
eða annars og meðal annars fundið fjársjóði þá, sem hún
kann að liafa hug á. Er nú þetta með hnoðrann svo fjarri
sanni? Hafa menn ekki haldið því fram, að til sé sérstök
tegund orku, er nefna megi sálarorku, er hvíli á því, að svo-
nefnd frum og röf (proton og elektronur) fari um taugar
manna og heila, marki heilafrumurnar innritum sínum og
1) I’jóðsögur Jóns Árnasonar I. bls. 356.