Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Side 274
272
körlum og konum. Vér þörfnumst eklci trúarinnar til þess að
táta blekkjast oss sjálfum til góðs. Hér er ein höfuðspurning;
en áður en vér svörum henni, verðum vér fvrst að orða liana.
Meginkjarna þeirrar spurningar er venjulegast lýst í orðun-
um: „Er guð í raun og veru til ?“.“
Og Jeans er ekki myrkur í máli, er hann svarar1): „Til
þess nú að draga saman það, sem sagt var í þessum kafla
og næst-síðasta kafla, heinist öll viðleitni hinnar nýrri eðlis-
fræði í þá átt að leysa allan hinn efniskennda heim upp i
bvlgjur og ekkert annað en bylgjur. Bvlgjur þessar eru tvenns
konar, bylgjur, tappaðar á smápela, er vér nefnum efnis-
eindir, og aftappaðar (o: frjálsar) hylgjur, er vér nefnum
geislan eða ljós. Þar sem efnið er að ónýtast, þar er einmitt
verið að leysa hina innihyrgðu orku úr læðingi, svo að hún
geti farið frjáls ferða sinna um geiminn. En þessi liugtök
gera allan alheim að ýmist bundnum eða óhundnum ljóssins
heinii, svo að lýsa má sköpun veraldar nákvæmlega og til
fulls með orðunum: „Og guð sagði: Verði ljós!“.“
Hér við hætast hin stuttorðu unnnæli Millikans, að „guð
sé enn að verki“ að skapa frumefnin í afli sólnanna.
Þar sem Jeans virðist nú trúa því, að Guð hafi skapað
heiminn með orðinu einu saman (eða þó öllu heldur með
liugsun sinni), virðast nýrealistar og þó einkum S. Alexander
trúa því, að heimurinn með þjáningum sínum og fæðingar-
hríðum sé að geta af sér guð og hið guðdómlega sem æðsta
tilverustig hinnar framvindandi þróunar. Og ættu menn ekki
að láta sér hregða svo mjög við þessa hugsun, því að hún er
hæði gömul og' ný. Menn liafa l. d. jafnan í liugsun sinni
verið að hurðast við að skapa sér hærri og liærri hugmyndir
um guð. Þannig var Jahve, guð Gyðinga, í fyrstu ekki annað
en grinunur þjóðarguð, er fyrirskipaði að fella fjandmenn
þjóðarinnar eftir mælisnúrum; þá varð hann hinn afbrýði-
sami og strangi lögmálsguð; siðan fvrir hoðun spámannanna
Iiinn heilagi í ísrael og hinn miskunnsami, og loks í boðun
fagnaðarerindisins hinn gæzkuríki faðir allra manna. En vilji
menn vita dæmi liins, að menn liafi litið á guð sem hinn
stríðandi og þó sigursæla mátt tilverunnar gegn öllu illu og
ófullkomnu, þarf ekki annað en minna á liina fornu og fögru
Persatrú, þar sem barátta var háð milli hins illa og ófull-
komna annarsvegar og hins góða Guðs hinsvegar og þar sem
1) The Mysterious Universe. p. 77—78.