Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Side 275
273
heimurinn, meðal annars fyrir ötula baráttu mannanna, álti
að síðustu að verða sæll og fagur. Eitlhvað svipuð þessu er
skoðun nýrealista. Þeir liugsa sér Guð sem liinn stríð-
andi mátt tilverunnar fyrir öllu því, sem sé satl fagurt og
gott, og liugsa sér, að hann eflist að sama skapi og' þessu
fer fram í heiminum fyrir tilverknað mannanna og annarra
vitsmunavera, þangað t.il stigi hins alsanna, alfagra og al-
góða, stigi hins alfullkomna sé náð, en þá er heimurinn líka
orðinn sannur, fagur og góður. Guð verður þannig iiin æðsta
hugsjón vor.
En til þess að þetta megi verða, verður að fara fram marg-
þætt og erfið þróun upp á við til hins æðsta, og ekkert má
missast af því, sem verðmætl er; en það, sem annaðhvort er
iltt eða óverðmætt, verður eitt af tvennu að farast eða um-
skapast til hins betra. Allt er því á uppleið, en ekki útleið.
Eins og úðinn stígur upp af fossinum upp i glitrandi friðar-
bogann, eins stíga orkukerfi sálnanna upp úr hinni sífelldu
hrynjandi alheimsorkunnar, upp úr blóði og tárum stvrjald-
anna, upp i sál sálnanna, samnefnara alls þess, sem er satt,
fagurt og gott, upp til Guðs, til þess einhvern tíma að öðlasl
alsælu, hvíld og frið. —
13. Niðurlagsorð. Ég vildi nú mega ljúka máli mínu með
þeim orðum, sem ég viðhafði í upphafi þessa kafla, að vér fæð-
umst sem óvitar og' deyjum sem eivitar um liinztu rök
tilveru vorrar. En þar sem þekkinguna þrýtur, ætti oss að
vera heimilt að leila til trúarinnar og gera oss það í hugar-
lund, er oss virðist skynsamlegast og samsvarar hezt siðferðis-
hugmyndum vorum. Þó þvkir rétt að beita þar allri varúð og
varfærni.
Þá er það fyrst, að ég' vildi mega trúa því með Plató, að
Guð og hið Góða sé eitt og hið sama. En hvort það er óper-
sónulegt, persónulegt eða vfirpersónulegt, fæ ég ekki vitað.
Þó er mér nær að halda, að sem forvörður og samnefnari
allra hinna heztu sálna, sem lifað hafa, sé það yfirpersónu-
legs eðlis. Þá vildi ég mega trúa því, að það, með að vísu
veigalítilli aðstoð vor mannanna, sé að reyna að berjast til
sigurs, einnig i þessari vondu veröld, sem vér húum i; að
það, sem vér nefnum framfarir og á það nafn skilið, séu sí-
felldir smásigrar liins sanna, fagra og góða vfir því logna,
Ijóta og illa. Ef vér því viljum gerast dyggir þjónar Guðs og
hins Góða, ber oss að berjast fyrir því, sem er satt, fagurt
og gott. Loks vildi ég mega trúa því, að vér séum á uppleið,
35