Árbók íþróttamanna - 01.12.1956, Blaðsíða 19
29. Víðavangshlaup ÍR
Viðavangshlaup ÍR £ór að vanda fram á sumardaginn fyrsta, og voru
keppendur 20 talsins frá sex félögum eða héraðssamböndum.
Hlauplciðin var þessi: Hlaupið hófst á háskólavellinum, var þaðan
hlaupið inn í Hljómskálagarðinn og svo um Njarðargötu til Skerjafjarð
ar og síðan til baka aftur neðan við háskólalóðina, inn í Hljómskála-
getð aftur og endað nærri Hljómskálanum. Er leið þessi skemmtileg fyr-
*r áhorfendur, sem geta þá fylgzt með hlaupurunum lengst af.
Urslit hlaupsins urðu þessi:
1- Kristján Jóhannsson, UMSE, 11:05,2 mín.; 2. Bergur Hallgrímsson,
UÍA, 11:15,0 mín.; 3. Sigurður Guðnason, ÍR, 11:22,0 mín.
Sveitakeppnin fór þannig: Þriggja manna sveitir: 1. Ums. Eyjafjarðar
stig (1., 5. og 6., þ. e. Kristján, Sveinn Jónsson og Stefán Árnason) ; 2.
Sveit Ungm,- o^íþr.sambands Austurlands 13 stig (2., 4. og 7. rnaður); 3.
Sveit ÍR 24 stig (3., 10. og 11. maður); 4. Sveit Umf. Kefl. 35 stig (8., 13.
°g 14. maður); 5. B-sveit UÍA 36 stig (9., 12. og 15. maður).
Fimm manna sveitakeppnina vann UÍA glæsiléga.
Drengjahlaup Ármanns
Drengjahlaup Ármanns fór fram sunnudaginn fyrsta í sumri. Kepp-
endur voru óvenju fáir, aðeins 11. Úrslit urðu þau, að Svavar Markússon,
KR, sigraði í 5. skipti í röð á 6:22,2 mín.; 2. Þórir Þorsteinsson, Á, 6:49,8
m>n.; 3. Óli B. Kærnested, Á, 7:13,4 mín.
Sveit Armanns sigraði í þriggja manna sveitakeppni, hlaut 8 stig, en
1K fékk 15 stig. Ármenningar hrepptu einnig hikar fimm manna sveit-
an'ia, enda voru þeir eina félagið, sem sendi svo marga menn í hlaupið.
Keppt var um tvo nýja bikara, sem Eggert Kristjánsson og Jens Guð-
hjörnsson höfðu gefið.
Hlaupleiðin var svipuð og undanfarin ár.
„Tjarnarboðhlaup" í nýrri mynd
Árin 1943 til 1951 var háð í Reykjavík skcmmtileg boðhlaupskeppni,
sem nefnd var Tjarnarboðhlaupið og var hlaupið, eins og nafnið bendir
td. umhverfis tjörnina.
Árin 1952 og 1953 féll hlaupið niður, en 1954 var Jjað aftur endurvak-
ið í nýrri mynd. Sprettirnir voru sömu og áður, 5x100. 2x200, 2x100 og
ÁRBÓK ÍÞRÓTTAMANNA
17
2