Árbók íþróttamanna - 01.12.1956, Blaðsíða 60
Fóru þremenningarnir utan loftleiðis með Heklu 19. september til
Kaupmannahafnar og þaðan 21. til Prag um Berlín. Á flugvellinum í
Berlín komu að máli við þá fulltrúar austur-þýzka frjálsíþróttasambands-
ins og bttðu þeim að keppa á heimleiðinni á stóru móti í Dresden, sem
haldið skyldi tii minningar um heimsmethafann Rudolf Harbig.
Daginn eftir, 22. september, flugu íþróttamennirnir til Búkarest, og
vortt þátttakendur frá öllum Norðurlöndunum samferða.
Hinn 25. sept. var mótið sett með hátíðlegri athöfn. Ingi keppti þenn-
an dag í 400 m. grindahlaupi. Varð Ingi síðastur í sínum riðli, enda þótt
hann næði sínum bezta tíma.
Úrslit riðilsins urðu þessi:
1. Savel, Rúmeníu, 54,1 sek.; 2. Bttgala, Póllandi, 54,3 sek.; 3. Stoclet,
Belgíu, 54,3 sek.; 4. Christensen, Danmörk, 55,2 sek.; 5. Ingi Þorsteinsson,
íslandi, 55,6 sek.
I úrslitum vann Savel á 53,7 sek., en Stoclet varð næstur á 54,0 sek.
Daginn eftir, 26. september, keppti Hörður í 400- og 200 m. hlaupi og
lcnti í sterkasta riðli. Úrslit urðu:
1. Degats, Frakklandi, 48,6 sek.. 2. Hörður Haraldsson, íslandi, 48,7 sek.;
3. Spatowsky, Póllandi, 48,7 sek.; 4. Weber, Sviss, 49,5 sek.; 5. Boitos,
Rúmeníú, 49,9 sek. — Þremur stundarfjórðungum síðar keppti Hörður í
200 m. hlaupi og urðu úrslit þessi:
1. Schulz, Austur-Þýzkalandi, 22,2 sek.; 2. Hörður Haraldsson, Islandi,
22,2 sek.; 3. Eichenberger, Sviss, 22,3 sek.; 4. Christersson, Svíþjóð, 22,4
sek.; 5. Bicevarov, Búlgaríu, 22,8 sek.
Um 70 mínútum eftir 200 m. hlaupið fóru fram úrslitahlaup 400 m:
1. Goudeau, Frakklandi, 47,6 sek.; 2. Degats, Frakklandi, 48,6 sek.; 3.
Hörður Haralclsson, íslandi, 49,2 sek.; 4. Sudrigean, Rúmeníu, 49,2 sek.;
5. Stoclet, Belgíu, 56,0 sek. — Goudeau og Degats voru báðir í 4x400 m.
boðhlaupssveit Frakka, sem vann Evrópumeistaratitil.
Næsta dag, 27. ágúst, kepptu þremenningarnir allir.
f kringlukasti varð Þorsteinn Löve 9. maður, með 42,70 m. Kastaði
hann 40,20, 42,70 og 40,41 í forkeppni, en 41,22 m. í aðalkeppni. Kast-
hringurinn var harður, sVo ekki var unnt að kasta á gaddaskóm. Gekk
Norðurlandabúum yfirleitt ekki vel.
Sigurvegari varð Ferenc Klics, Ungverjalandi, kastaði 50,94 m.
I 110 m. grindahlaupi hljóp Ingi Þorsteinsson í fyrri riðli og urðu úr-
slil þessi:
58