Árbók íþróttamanna - 01.12.1956, Blaðsíða 180
ustu og æskilegar breytingar á alþjóðareglum og vann að samningu
reglugerðar um innanfélagsmót.
íþróttadagsnefnd: Stefán Kristjánsson, Benedikt Jakobsson og Guð-
mundur Þórarinsson. Nefndin vann ötullega að framkvæmd og kynn-
ingti íþróttadagskeppninnar. Ennfremur samdi nefndin tillögur um
íþróttadaginn 1956.
Framkvccmdanefnd landskeppni við Hollendinga: Erlendur Ó. Péturs-
son formaður, Jens Guðbjörnsson, Björn Vilmundarson, Bragi Kristjáns-
son og Örn Ciausen. Nefndin annaðist undirbúning og framkvæmd
landskeppninnar við Hollendinga.
.Útbreiðslunefnd: Hermann Guðmundsson, Þorsteinn Einarsson og Lár-
us Halldórsson. Aðalstarf nefndarinnar var skipulagning norrænu ung-
lingakeppninnar hér á landi. Einnig athugaði íþróttafulltrúi í samráði
við nefndarmenn sína og stjórn FRÍ möguleika á að koma á innanhúss-
keppni meðal skólanemenda.
Þjálfundrnefnd fyrir landskeppnina: Benedikt Jakobsson, formaður,
Stefán Kristjánsson og Guðmundur Þórarinsson.
Sainstarf við sambandsaðila: Stjórn FRI leitaðist við að halda uppi
sem beztu sambandi milli sín og sambandsaðilanna. Hins vegar voru
undirtektir mismunandi. Ymsir aðilar svöruðu greiðlega öllum bréfum
og sendu lögboðnar skýrslur, en þeir voru því miður of fáir. Þá höfðu
einnig bæði Dómara- og laganefnd, íþróttadagsnefnd og Útbreiðslunefnd
all-mikil bréfaskipti við sambandsaðila, hver um sín mál.
Staðfest voru á árinu 27 met og metjafnanir, þar af 12 met og met-
jafnanir frá árinu 1955.
Heiðursmerki og aðrar viðurkenningar
Heiðursmerki sambandsins var úthlutað i samræmi við reglur þær,
sem samþykktar voru þar að lútandi á ársþingi FRÍ 1954. Engu gull-
m.erki var úthlutað, en 2 silfurmerkjum og 7 eirmerkjum, sem hér segir:
Silfurmerki: Wilh. Dyjkstra, Hollandi, Johs. H. Moerman, Hollandi.
Eirmerki: Harry de Kroon, Hollandi, Þórarinn Sveinsson, Eiðum, Þór-
ir Þorgeirsson, Laugarvatni, Jóhann Jóhannesson, Reykjavík, Jóel Sig-
uiðsson, Reykjavlk, Sigfús Sigurðsson, Selfossi, Ingimar Elíasson, Drangs-
nesi.
Staðfesting alþjóðadómara
Stjórn FRI staðfesti á árinu eftirtalda menn sem aðaldómara á alþjóð-
leguin frjálsíþróttamótum á íslandi:
178