Árbók íþróttamanna - 01.12.1956, Blaðsíða 231
Aðalviðburður mótsins var sigur Ásmunclar yfir Birni Nilsen, sem
daginn áður hafði verið valinn í lið Norðurlandanna gegn Balkan. Á
þessu lokamóti íslendinganna voru brautir þungar eftir miklar rigningar.
Norðurlandameistaramót í tugþraut og Maraþonhlaupi
var haldið í Kaupmannahöfn dagana 3.-4. september.
Einn íslendingur tók þátt í tugþraut, Pétur Rögnvaldsson, KR. Úrslit
Urðu þau, að Pétur varð 8. af 11 keppendum með 5732 stig.
1. varð Thorbjörn Lassenius, Finnl., hlaut 6320 stig (11,5—6,62—11,81—
1.75-52,9—15,5—39,21-3,80-54,36—4:38,0);2. Olavi Reikko, Finnl., 6295
s'ig (10,7-6,90-11,96-1,70-51,0-16,1-32,51-3,60-49,41-4:39,6); 3. Per
Eriksson, Svíþj., 6168 stig (11,4-6,90-12,00-1,75-51,8-16,2-38,22-3,50-
"55,31—4:47,8); 4. M. Vihonen, Finnl., 6040 stig; 5. Lars Gásemyhr, Nor.,
5866 stig; 6. Herstad, Nor., 5825 stig; 7. Henning Andersen, Danm., 5738
st'g; 8. Pétur Rögnvaldsson, ísl., 5732 stig (12,2—6,76—12,45—1,70—53,3—
15,4-35,50-2,80-49,42-4:59,0); 9. Göran Widenfeldt, Svíþj., 5537 stig;
10. Göran Grangsjö, Svxþj.,5344 stig; 11. Kr. Kjær, Danm, 5128 stig.
I Maraþonhlaupi sigraði Veikko Karvonen, Finnlandi, á 2 klst. 21:21,6
nil’n.; 2. Paavo Kotila, Finnl., 2 klst. 24:18,6 min.; 3. Eino Pulkkinen,
Einnl., 2 klst. 26:29,8 mín. Alls luku 12 keppendur hlaupinu.
I sambandi við þetta mót var keppt í ýmsum öðrum greinum og tóku
sumir þeirra, sem voru með í Norðurlandaför IR, þátt í mótinu.
Er þeirrar keppni nánar getið í sambandi við frásögn af för ÍR-inga.
Tugþrautarkeppni Péturs Rögnvaldssonar í Hollandi
Eftir Noiðurlandameistaramótið í tugþraut hélt Pétur Rögnvaldsson
bl Hollands í boði kunningja síns, hollenzka tugþrautarkappans Eef
Kamerbeek.
Var Pétur þar um hríð í góðu yfirlæti og tók þátt í hollenzka tug-
þrautarmeistaramótinu sem gestur.
Keppnin fór fram á Neytovellinum í Rotterdam.
Keppendur voru 25 og eftir fyrri dag hafði Pétur forystuna, með 3332
sti8> á undan spretthlauparanum F. Moerman (3318 stig). Síðari daginn
tokst Kamerbeek að ná forystunni, og sigraði hann með 5954 stigum.
Næstur varð Pétur með 5575 stig og þriðji Moerman með 5025 stig.
229