Árbók íþróttamanna - 01.12.1956, Blaðsíða 129
Undunúrslit:
30. júní, Lausanne, Ungverjaland—Uruguay ......... 4—2 e. framl.
30. _ Basel, Þýzkaland—Austurríki .......... 6—1
Keppni um 4. sœtið:
3. júlí, Zurich. Austurríki—Uruguay ............ 3—1
Úrslitaleikur:
4. júlí, Bern, ÞÝZKALAND—Ungverjaland ... 3—2
Þýzkaland tapaði fyrir Ungverjalandi fyrst í keppninni með 8—3 og
iefldi þá fram liði með 7 varamönnum, og varð sá leikur til þess að
fraegðarljómi þeirra í úrslitaleiknum varð minni en ella. Var sú niður-
‘öðun mjög gagnrýnd, að liðum gæti tvívegis lent saman í keppninni.
Lið Þýzkalands vakti ekki mikla athygli framan af. Athyglin beindist öll
að Ungverjalandi, Uruguay og Brazilíu, sem voru talin líklegust til sig-
l>rs. Vikuna fyrir úrslitaleikinn lék Ungverjaland gegn báðum Suður-
Ameríkuliðunum og sigraði bæði ( glæsilegum leikjum. Leikurinn gegn
Braz.ilíu varð allsögulegur, því að 2 mönnum var vikið út, sinurn úr
hvoru liði, og eftir leikinn voru hrein slagsmál á vellinum milli lög-
reglu og áhorfendai en kappliðin slógust í búningsherberginu. Leikurinn
gegn Uruguay var framlengdur, en leikar stóðu 2—2 eftir fullan leik-
tíma.
1 úrslitaleikritim léku Þjóðverjar sinn langbezta leik í keppninni. I
þéttri rigningu og á hálum velli var við því að húast, að leikaðferð
þeirra nyti sín betur en leikstíll Ungverjanna. Þjóðverjarnir beittu mjög
utherjunum, sem voru fótfráir og marksæknir, upphlaupin gengu stytztu
leið, og framherjarnir nýttu óeðlilega háa tölu af þeim tækifærum, sem
sköpuðust, og er þess að geta, að liðið skoraði í úrslitaleiknum 3 mörk
ur 6 tækifærum, sem teljast opin, en Ungverjarnir sköpuðu sér óteljandi
tækifæri, en uppskeran varð ekki eins og þeir áttu að venjast. Þýzka
vörnin var einnig sterkari hluti liðsins og það var henni að þakka, að
hðið komst í undanúrslit, því að liðið var lengi í vörn gegn Júgóslöfum
°g fyrri hálfleikinn gegn Austurríki. En aðalatriðið á þessari úrslita-
stnndu var, að þýzka liðið hafði meira baráttuþrek og keppnisskap og
Vann verðskuldaðan sigur yfir liði, sem í leikbyrjun taldi sér auðveldan
sigur vísan.
VI. heimsmeistarakeppnin verður haldin í Svíþjóð sumarið 1958.
127