Árbók íþróttamanna - 01.12.1956, Blaðsíða 190
voru í þriðja og fjórða sæti, hlupu mjög vel og sigruðu marga þekkta
hlaupara.
Stjórn ÍR hélt keppendum, starfsmönnum og ýmsum forystumönnum
íþróttahreyfingarinnar kaffisamsæti eftir hlaupið. Þar voru verðlaun
hlaupsins afhent af Jakobi Hafstein, formanni ÍR, en þau voru sérstak-
lega glæsileg í þetta skipti. Sigurvegarinn, Svavar Markússon, hlaut for-
kunnarfagran bikar til eignar, gefinn af Silla og Valda. Fimm manna
sveit ÍR hlaut einnig mjög fagran bikar til fullrar eignar, en gefandt
vill ekki láta nafns síns getið. Þrír fyrstu menn hlutu litla bikara til
eignar. Þriggja manna sveit IR hlaut bikar, sem gefinn var af Hallgrímt
Benediktssyni og vann hann í þriðja skipti, að vísu ekki í röð og þvt
ekki til eignar. Fimm manna sveit ÍR vann „Sanitasbikarinn“ í annað
sinn. Oddgeir Sveinsson, sem nú tók þátt í Víðavangshlaupinu í 25.
skipti í röð, hlaut áletraða bók frá ÍR, einnig hlaut hann bikar frá KR
og ISI í þessu tilefni. Allir keppendurnir hlutu svo minningapeninga unt
þátttökuna í þessu hlaupi.
Að lokinni verðlaunaafhendingu héldu ræður Benedikt G. Waage, for-
seti ISI, og afhenti hann formanni ÍR oddfána sambandsins. Brynjólfur
Ingólfsson, formaður FRÍ, afhenti ÍR íslenzkan fálka úr leir frá FRI-
Einnig töluðu Björn Ólafsson f. ráðherra, Erlendur Ó. Pétursson, for-
maður KR, Jens Guðbjörnsson, formaður Armanns, og Jón Stefánsson,
formaður Ungmennasambands Eyjafjarðar.
Úrslit urðu þessi:
1. Svavar Markússon, KR, 10:12,4 mín.; 2. Kristján Jóhannsson, ÍK>
10:25,4 mín.; 3. Stefán Árnason, UMSE, 10:29,4 mín.; 4. Hafsteinn Sveins-
son, HSK, 10:51,0 mt'n.; 5. Sveinn Jónsson, UMSE, 10:53,0 mín.; 6. Berg-
ur Hallgrímsson, UÍA, 10:54,0 mín.; 7. Sigurgeir Bjarnason, ÍR, 10:57,0
mín.; 8. Sigurður Guðnason, ÍR, 10:59,0 mín.; 9. Níels Sigurjónsson,
UÍA, 11:00,0 mín.; 10. Eirfkur Þorgeirsson, HSK, 11:08,0 mín.; 11. Rafn
Sigurðsson, UÍA, 11:09,0 mín.; 12. Guðmundur Hallgrímss., UÍA, 11:18,0
mín.; 13. Heiðar Georgsson, ÍR, 11:20,0 mín.; 14. Stefán Skagfjörð,
UMSE, 11:46,0 mín.; 15.' Már Hallgt ímsson, UÍA, 11:49,0 mín.; 16. Stef-
án Magnússon, UMSE, 11:55,0 mín.; 17. Hilmar Guðjónsson, ÍR, 11:56,0
mín.; 18. Guðmundur Bjarnason, ÍR, 12:05,0 mín.; 19. Eiríkur Steind.,
HSK, 12:17,0 mín.; 20. Árni Óskarsson, UMSE, 12:18,0 mín.; 21. Óskar
Sigurðsson, UÍA, 12:34,0 mín.; 22. Sigmundur Ámundason, HSK, 12:42,0
mín.; 23. Einar Benediktsson, HSK, 12:43,0 mín.; 24. Oddgeir Sveinsson,
KR, 13:38,0 mín.
188