Árbók íþróttamanna - 01.12.1956, Blaðsíða 101
Valur 1 — Fram 1 24/6
>,Þó liðin skilclu jöfn, var Valur nær sigri og hefði átt að korna með
2—1 út úr leiknum .Fyrri hálfleikur var þófkenndur ... í síðari hálfleik
'ar Valur meira í sókn, og fóru Valsmenn þá illa með tækifærin ...“
(Þjóðv.).
„Leikurinn einkenndist, í heild af ónákvæmum spyrnum, litlum til-
þrifum og þófi. Mátti vart á milli sjá, hvort liðið væri betra, en þó virt-
wt a.m.k. á stundum, að Fram ætti ívið meira í leiknum." (Vísir).
Þróttur 0 — KR 1 Jl/7
„Yfirleitt lá heldur meira á Þrótti, en KR-ingum tókst ekki að skapa
°pin tækifæri. Þróttur lék nú ekki með sama krafti og á móti Val, enda
'ar völlurinn blautur og allþungur. KR-liðið náði oft samleik, þar sem
knötturinn gekk frá manni til manns, en það vantaði tilgang í þennan
samleik, nokkuð, sem á að opna möguleika til að ná markinu, en allt
rann út í sandinn áður ... Til að byrja með virtist sem KR-ingar ætluðu
að knýja fram úrslit strax, en Þróttarar stóðust storminn." (Þjóðv.).
Akranes 4 — Víkingur 0 12/7
„Völlurinn var ein leðja og knötturinn háll og þungur og erfitt mjög
að hemja hann. Til að byrja með veittu Víkingar allharða mótspyrnu og
°S áttu oft góð áhlaup ... Á 31. mín. taka Akurnesingar upp samleik
nulii 6—7 manna fram og aftur gegnum vörn Víkinga, án þess að þeir
fái að gcrt, og lokasparkið framkvæmir Ríkharður, og hafnar knötturinn
1 netinu .. rigningin óx og aðstaðan versnaði. Síðasta markið kom eftir
Jgætan einleik hjá Þórði, sem hefur tækifæri til að skjóta, en sér þá, að
Ríkharður er enn betur staðsettur fyrir opnu marki, gefur honum
knöttinn og skorar Ríkharður auðveldlega ...“ (Þjóðv.).
„ • •. að Víkingar hafi verið betri í leiknum en markafjöldinn gefur
td kynna. Sýndu þeir bæði ntikla snerpu og keppnisvilja og áttu mörg
hættuleg upphlaup. Bendir allt til þess, að Víkingar hafi æft vel að
undanförnu...“ (Vísir).
„Þrátt fyrir mikla rigningu og slærn skilyrði, sýndu Akurnesingar og
Víkingar góða knattspyrnu síðastliðið mánudagskvöld. Víkingar byrjuðu
leikinn með leiftursókn, sem endaði með skoti í marksúlu. Segja má, að
99