Árbók íþróttamanna - 01.12.1956, Blaðsíða 306
Innanfélagsmót sundfélaganna í Reykjavík
var haldið í Sundhöll Reykjavíkur 6. febrúar. Eitt ísl.met var sett •>
mótinu í 200 m. baksundi kvenna. Helztu úrslit urðu þessi:
100 m. bringusund. harla: 1. Þorsteinn Löve, KR, 1:19,0 mín.; 2. Olafur
Guðmundss., Á, 1:20,4 mín. — 200 m. baksund kvenna: 1. Helga Haralds-
dóttir, KR, 3:09,7 mín. (ísl.met). Fyrra metið var 3:38,6 mín., sett af
Önnu Ólafsdóttur, Á, 1948. — 50 m. skriðsund karla: 1. Gylfi Guðmunds-
son, ÍR, 27,7 sek. — 50 m. baksund karla: 1. Guðjón Þórarinsson, Á, 35,4
sek.; 2. Gylfi Guðmundsson, ÍR, 36,6 sek. — 50 m. bringusund telpna:
l. Helga Þórðardóttir, KR, 46,6 sek. — 50 m. bringusund drengja: 1. Ingi
Einarsson, ÍR, 38,5 sek. — 50 m. skriðsund drengja: 1. Frans Fransson,
KR, 35,9 sek. — 50 m. skriðsund telpna: 1. Guðrún Víglundsdóttir, KR,
39,4 sek. — 4y50 m. bringusund telpna: 1. Sveit KR 3:47,4 mín. — 4y50
m. skriðsund drengja: 1. Sveit KR 2:40,6 mín.
Sundmót Ármanns og Ægis
vat haldið i Snndhöll Reykjavíknr 1. og 2. marz. Þrír sænskir sundmenn
höfðu verið boðnir til mótsins, Per Olaf Östrand, frægasti skriðsunds-
maður Svía, er varð þriðji í 400 m. skriðsundi á Ólympíuleikunum 1952,
Birgitta Ljunggren, baksunds- og skriðsundskona og Rolf Junefelt, einn
bezti bringusundsmaður Svíþjóðar. Eitt sænskt og þrjú íslenzk met voru
sett á mótinu og eitt jafnað auk þriggja drengjameta. Helztu úrslit urðu
þessi:
1. MARZ. 100 m. skriðs. karla: 1. Pétur Kristjánsson, Á, 59,9 sek.; 2.
Per Olaf Östrand, Svíþj., 1:00,7 mín. — 50 m. bringusund telpna: 1. Erna
Haraldsdóttir, ÍR, 44,0 sek. — 100 m. baksund kvenna: 1. Birgitta Ljung-
gren, Svíþj., 1:19,5 mxn.; 2. Helga Haraldsdóttir, KR, 1:20,2 mín. (íslands-
met). Fyrra metið, 1:20,4 mín., átti Helga einnig. Var það sett 1954. —
100 m. bringus. drengja: 1. Sigurður Sigurðsson, ÍA, 1:20,4 mín. (dr. met).
— 200 m. bringus. Iiarla: 1. Rolf Junefelt, Svíþj., 2:41,6 mín. (sænskt niet);
2. Magnús Guðmundsson, KFK, 2:54,3 mín. — 100 m. baksund karla: L
Jón Helgason, ÍA, 1:18,6 min.; 2. Sigurður Friðriksson, UMFK, 1:21,3
mín. — 50 m. skriðs. drengja: 1. Helgi Hannesson, ÍA, 28,4 sek. — 50 m.
slaiðs. telpna: 1. Guðrún Þórarinsdóttir, KFK, 36,1 sek.— 4y50 m. skriðs.
karla: 1. Ármann 1:54,0 mín.; 2. Ægir 1:57,5 mín.
2. MARZ. 400 m. skriðs. karla: 1. l’er Olaf Östrand, Svíþj.. 4:46,2 mín.,
2. Helgi Sigurðsson, Æ, 5:00,3 mín. (ísl.met). Fyrra metið, 5:01,4 mín., átti
304