Árbók íþróttamanna - 01.12.1956, Blaðsíða 56
Ásmundur Bjarnason keppti í 100 og 200 m. hlaupi. í 100 m. hlaupinu
lenti hann í 8. riðli. Urslit urðu þessi: I. nmt: 1. V. Janecek, Tékk., 11,0
sek.; 2. Ásmundur Bjarnason, ísl., 11,1 sek.; 3. Milovan Jovancic, Júg. 11,2
sek.; 4. Huber, Sviss, 11,3 sek.; 5. Yordanidio, Tyrkl., 11,5 sek. I næstu
umf. hljóp Ásmundur í 1. milliriðli. með sterkum keppinautum. Urslit
urðu: 1. Heinz Fiitterer, Þýzkal., 10,5 sek.; 2. Jan Carlsson, Svíþj., 10,7
sek.; 3. Rulander, Holl., 10,7 sek.; 4. Jones, Bretl., 10,7 sek.; 5. Ásmundur
ISjarnason, ísl., 10,9 sek. — I 200 m. hlaupi hljóp Ásmundur sýnu betur
og náði þar sínum bezta tíma, sem dugað hefði til 2. verðlauna 1 Briissel
1950, er Ásmundur varð 5. I. umf.: 5. riðill: 1. Ásmundur Bjarnason, ísl.,
21,7 sek.; 2. Vaclav Janecek, Tékk., 21,7 sek.; 3. Joszef Senkei, Ungverjal.,
22,0 sek.; 4. Roland Vercrysse, Belgíu, 22,1 sek.; 5. Eichenberger, Sviss,
22,4 sek. II. umf.: 1. Heinz Fiitterer, Þýzkal., 21,1 sek.; 2. Jan Carlsson,
Svíþj., 21,4 sek.; 3. Brian Shenton, Bretl., 21,4 sek.; 4. Ásm. Bjarnason, ísl.,
21,6 sek.; 5. Jurij Konovalov, Rússl., 21,7 sek.; 6. Theo Saat, Holl., 22,1
sek. Eftir „photofinish" hefði tíminn átt að vera 21,5 sek. á Shenton, Ev-
rópumeistara 1950, og var Ásmundur alveg að ná honum. — Guðmundur
Vilhjálmsson keppti í 100 m. hlaupi og hljóp í 6. riðli með Bonino, sem
síðar varð 2. í úrslitum. I. umf., 6. riðill: 1. René Bonino, Frakkl., 10,8
sek.; 2. Hans Wehrli, Sviss, 10,9 sek.; 3. Guðmundur Vilhjálmsson, ísl.,
11,2 sek.; 4.: Alexandru Stoenescu, Rúm., 11,2 sek. — Vilhjálmur Einars-
son keppti í þrístökki. Lágmarksstökklengd til að komast í aðalkeppni
var 14,50 m., og tókst Vilhjálmi ekki að ná þeirri stökklengd. Keppendur
voru 21, og komust 9 í aðalkeppnina. Vilhjálmur stökk lengst 14,10 m. og
varð 17. í röðinni. — Torfi Bryngeirsson keppti í stangarstökki. Torfi
kenridi tognunar þegar x forkeppni, en tókst þó að stökkva lágmarks-
hæðina, 4,05. m. Læknisskoðun sýndi, að tognun hans var alvarlegri en
út leit fyrir, og bannaði yfirlæknir íþróttamannanna, sem bjuggu í Magg-
lingen, dr. Wysz, honurn frekari keppni í bili. Af 25 keppendum komust
20 yfir 4,05 m. og í aðalkeppnina. — Skúlí Thorarensen keppti í kúluvarpi
og vatð 18. af 24 keppendum, varpaði 14,35 m. og skorti 15 cm. til að ná
lágmarkinu, 14,50 m. Lágmarkinu náðu 16 menn. — Hallgrímur Jónsson
keppti í kringlukasti og varð 19. af 23 keppendum, kastaði 42,90 m. Lág-
markinu, sem var 45 m., náðu 13 menn. — Þórður B. Sigurðsson keppti í
sleggjukasti og varð 22. af 26 keppendum, kastaði 48,98 m. Lágmarkinu,
sem var 52 m., náði 21 maður.
Heildarúrslit á mótinu urðu þessi:
100 m. hl.: 1. H. Fútterer, Þýzkal., 10,5 sek.; 2. René Bonino, Frakkl.,