Árbók íþróttamanna - 01.12.1956, Blaðsíða 288
sii keppni fram þann 4. september 1955 á Róðrarmóti RFR. Keppi'*
þessi var afar hörð og spennandi. Vegalengdin var 500 m. og sigruðu
Akureyringar eftir mjög skemmtilega keppni. Sveit Ármanns varð nr.
2, en RFR nr. 3, en bilin milli bátanna þriggja voru ekki mikil. Pví mið-
ur varð ekkert úr þátttöku ÆFAK í Landsmóti drengja, en drengja-
sveitir Ármanns og Róðrarfélagsins hittust aftur til keppni. Á Septem-
bermóti Ármanns urðu úrslit þau, að Ármenningarnir voru aftur á und-
an RFR. Munaði nú aðeins 2/10 úr sek. og á Landsmóti tókst drengjun-
um úr RFR loksins að hefna sín. Einnig í þessum tilfellum var um mjög
harða og skemmtilega keppni að ræða, sem var tvísýn alla leiðina.
Fyrstu drengjameistarar í róðri urðu þeir Garðar Steinarsson, Sigurður
Guðmundsson, Flelgi Hróbjartsson, Jökull Sigurðsson og stm.: Hrafnkell
Kárason.
Þetta var eini sigur Róðrarfélagsins á árinu. Á hinum mótunum unnu
sveitir Ármanns jafnan mjög glæsilega. Var mjög áberandi, hve margar
sveitir RDÁ gat sent til keppni. RFR hafði ekki mörgum liðum á að
skipa, og fór því miður svo, að það sá sér ekki fært að taka þátt í
meistaramótum karla (2000 m.).
Á þessu ári tókst meistarasveit Ármanns, sem skipuð var Hauki Haf-
liðasyni, Snorra Ólafssyni, Magnúsi Þórarinssyni, Ólafi Nielsen og Stef-
áni Jónssyni stm., að vinna til eignar 3 verðlaunagripi: Meistarabikar
gefinn 1952 af Árna Siemsen, Reykjavíkurbikar, gefinn 1953 af Vátrygg'
ingafélaginu h.f. og Ármanns-bikar, gefinn 1951 af stjórn RDÁ.
Yfirlit um mót ársins 1955 og keppendur fylgir hér á eftir.
Róðrarmót RFR 4. septernber 1955. 1000 m. keppni milli RFR og RF)Á
um „Kcrtastjakann", gefinn 1954 af stjórn RFR. Sigurvegari 1954: RDÁ-
1. A-sveit Róðrardeildar Ármanns (Haukur Hafliðason, Snorri Ólafs-
son, Magnús Þórarinsson, Ólafur Nielsen, stm.: Stefán Jónsson) á 3:31,0
mín.; 2. B-sveit Róðrardeildar Ármanns (Finnur Eyjólfsson, Valdimar
Hrafnsson, Kristján Tryggvason, Sigurkarl Ásmundsson, stm.: Jóh. B-
Einarsson) á 3:34,4 mín.; — 3. Róðrarfélag Reykjavíkur (Magnús Einars-
son, Þráinn Kárason, Ásgeir Pétursson og Daði Ólafsson, stm.: Ludwig
H. Siemsen).
Drengjakeppni (500 m.). Fyrsta drengjakeppni f róðri á íslandi. Kepp1
um verðlaunaskjöld, gefinn af RFR.
286