Árbók íþróttamanna - 01.12.1956, Blaðsíða 105
sótt á báða bóga, en hættan var þó meiri fyrir KR, sem nú lék undan
svolítilli golu. A 9. mín. á Gunnar Guðmannsson meinlaust skot beint á
markmann, en óheppnin er með, hann missir boltann milli fóta sér í
markið (2—1). Og nú hefst hin ægilega óvissa, tekst KR að halda þessu?
Hafa hollvættir Akurnesinga snúið við þeim bakinu?
Akranesliðið er þó alltaf heldur í sókn og hefur oft náð laglegum sam-
leik með hraða .... en á 35. mín. kom svo þetta langþráða mark, sem Ak-
urnesingar voru búnir að berjast fyrir af miklum dugnaði, og var það
Þórður, sem skoraði allsnöggt.. ..
Leikur KR einkenndist fyrst og fremst af baráttuvilja og krafti, sem
þeir aldrei gáfu frá sér í þessar (90) mín. Þeir náðu að vísu aldrei veru-
legum tökum á samleik, þó að honum brygði fyrir af og til, það vantaði
alla undirbyggingu .... Akurnesingar fengu 10 hornspyrnur á KR, en
KR fékk 3 slíkar á Akranes." (Þjóðv.).
„Akurnésingar urðu Islandsmeistarar og áttu það skilið. Unnu mótið
á jafntefli eftir harðan leik við KR.. . . Mikill mannfjöldi horfði á leik-
>nn, enda veður gott og var áhugi manna gífurlegur.... KR-ingar léku
á köflum ágætlega, e. t. v. af fullmikilli hörku, en flestum mun hafa
borið saman um, að Akurnesingar hafi átt meira í leiknum og markatal-
an gefur ekki rétta hugmynd urn gang. leiksins....“ (Vísir).
„Leikurinn var einhver fjörugasti og tvísýnasti leikur sumarsins. Frá
uppliafi til leiksloka börðust liðsmenn beggja eins og ljón, og ekki er því
aö neita, að nokkur harka færðist í leikinn, er á leið, enda var til mikils
að vinna. Bæði liðin léku vel, þótt leikaðferðir væru ólíkar, en fáum mun
blandast hugur um, að Akurnesingar hafi unnið verðskuldaðan sigur, því
að þeir áttu fleiri marktækifæri, og sókn þeirra var harðari en sókn
KR-inga. ...
Sókn Akurnesinga var þung á þessu tímabili (síðasta klst.), en KR-
mgar fengu oft stöðvað sóknina með því að spyrna knettinum út af vell-
mum. En síðar eiga KR-ingar sín tækifæri, því að þeir gáfust ekki upp.
Þó að einunr af mönnum þeirra væri vísað af leikvelli fyrir gróf afbrot,
áttu þeir harðar sóknarlotur að Akranesmarkinu, sem þó urðu árangurs-
lausar" (Mbl.).
Ahorfendur að þessum úrslitaleik voru um 5000. Að leik loknum af-
henti formaður KSÍ, Sigurjón Jónsson, fyrirliða ÍA-liðsins, Ríkharði Jóns
s)'ni, verðlaunagrip mótsins, Knattspyrnubikar Islands, og hverjum leik-
manni liðsins verðlaunapening,
Heildarúrslit mótsins urðu:
103