Árbók íþróttamanna - 01.12.1956, Blaðsíða 164
Iiæni cn 1951, þá er þátttaka þjóðaniinar í heild aðcins 0,2% hærri en
1951. Stafar þctta af því, að íbúafjöldinn hefur vaxið.
2. í sveitum jókst þátttakan um 6,7%, en i kaupstöðunum um 5,6%.
Ef þátttakan í kaupstöðum og sveitum er rniðuð við fólksfjölda, hefur
liún nær því staðið í stað, í kaupstöðum lækkað um 0,2%, en i sveituni
aukizt um 0,6%.
3. Af kaupstöðum og sýslum er Ólafsfjörður hæstur með hina glæsi-
lcgu þátttöku — hlutfall 51,7% af ibúum sem þátttakendur, en af sýsl-
um er S.- Þingeyjarsýsla hæst með 30,2%.
4. Af kaupstöðum jók Keflavík mest þátttökuna eða um 23,6%, en af
sýslum jók Kjósarsýsla þátttökuna mest eða um 62,6%. Þar næst koma
Snæfellsness- og Hnappadalssýsla og A.-Skaftafellssýsla. í þessum 2 sýslum
liafa tekið til starfa 3 sundlaugar síðan 1951.
5. í 3 kaupstöðum lækkaði þátttakan og sama varð í 8 sýslum.
í sambandi við keppnina kepptu sýslur og kaupstaðir sín á milli.
Keppnina Reykjavík — Hafnarfjörður — Akureyri vann Hafnarfjörður
og hlaut að verðlaunum bikar, sem Vélasalan h.f. (Lister) gaf. Keppnina
Akranes — Keflavík vann Akranes og hlaut að verðlaunum farandskjöld,
seni sparisjóðurinn á Akranesi og í Keflavík gáfu.
Keppnina Vestmannaeyjar — ísafjörður — Siglufjörður vann Isafjörð-
ur. Framkvæmdanefndinni er ókunnugt um verðlaun.
Keppnina Ólafsfjörður — Neskaupstaður — Seyðisfjörður vann Ólafs-
fjörður og hlaut að verðlaunum bikar, sem bæjarstjórn Seyðisfjarðar gaf-
Keppnina S.-Þingeyjarsýsla — Borgarfjarðarsýsla vann S.-Þingeyjar-
sýsla.
Þátttakendur í keppninni voru 15244 konur, en 22910 karlar.
Nú syntu fleiri, sem eru yngri en 14 ára. Aftur á móti lækkaði þátttaka
þeirra, sem cru á aldursskeiðinu 15 til 39 ára um 970.
Hinir ráðnu og rosknu hækkuðu þátttöku sína um 200.
El/.ti þátttakandi keppninnar var Jónas Kristjánsson læknir, 83 ára.
Elzta kona var Sigurbjörg Jónsdóttir, kennslukona í Reykjavík. Hún
varð sjötug 22. júlí s. 1. (Sesselja Þorkelsdóttir, sem var elzta konan 1951.
var einnig nú þátttakandi, varð 70 ára að aldri 31. ágúst s. 1.).
Vngsta konan var Soffía Guðnnindsdóttir í Reykjavík, 4 ára, fædd 17.
sept. 1949.
Yngstu karlmennirnir: Þorsteinn Ingólfsson í Reykjavík, 4 ára, fæddur
281 okt. 1949, og Þorvaldur Jónsson í Reykholti, Borgarfjarðarsýslu, 4
ára, fæddur 1949.
162