Árbók íþróttamanna - 01.12.1956, Blaðsíða 103
hlaup, sem ekkert hafðist út úr nema erfiðið. Úrslitin í leiknum eru
sanngjörn, í fyrri hálfleik lá heldur meira á Víking, sem skoraði þá
mark sitt, en í síðari Itálfleik sótti Víkingur heldur meira á, og þá skor-
aði Þróttur sitt mark ..(Þjóðv.).
„Þessi leikur einkenndist mjög af þófkenndu hnoði á báða hóga, óná-
kv; emum spyrnum og skipulagslausum hlaupum ... stundum kom fyrir,
að meginhluti beggja liða hljóp saman í einn hnapp utan um knöttinn
■ • . svo þaut knötturinn með ofsahraða úr þvögunni eitthvað út á nær
niannlausan völlinn ...“ (Alþbl.).
„Hrein hörmung frá knattspyrnulegu sjónarmiði. Hins vegar erfiðuðu
leikmenn beggja liðanna ákaflega mikið, en skipulagsleysið og hugsunar-
leysið fyrir leiknum kom algerlega í veg fyrir að laun erfiðisins yrðu upp-
skorin ..,« (Mbl.).
KR 1 — Valur 1 IS/S
„Það er langt síðan áhorfendur hafa fengið að sjá leik milli félaganna
I Reykjavík, þar sem báðir börðust frá upphafi til enda.
Valsmenn náðu oft góðum samleik, betri en áður í sumar, en er upp
að marki kom, þjöppuðust þeir saman eða lentu á annan hátt í vandræð-
turt með að ljúka áhlaupinu. Aftur á móti var sókn KR-inga meira með
hinum löngu spyrnum, sem líta hættulega út og geta raunar, ef heppnin
er með, verið það.“ (Þjóðv.).
„Loksins fengu áhorfendur að sjá góðan leik milli tveggja Reykjavík-
ttrfélaga .. . bæði liðin léku stutta, áferðarfallega knattspyrnu og ágætar
skiptingar sáust hvað eftir annað hjá framlínum beggja. Tækifærin til að
skora voru mörg og í sjálfu sér furðulegt, að mörkin skyldu ekki verða
fleiri á báða bóga .. . Bæði liðin héldu uppi góðum og hröðum samleik,
°g komust mörk beggja hvað eftir annað í hættu ... Sem heild féll KR-
Hðið vel saman og ef það nær jafngóðu gpili gegn Akurnesingum, er
ekki ómögulegt, að þvi takist að krækja í meistaratitilinn ... Valsliðið
lék nú sinn bezta leik á sumrinu. Nokkrar breytingar*Voru gerðar á lið-
inu frá leiknum gegn Akurnesingum, og heppnuðust þær mjög vel.“
(Mbl.).
Fram 12 — Þróttur 2 16/8
„f'að má víst leita langt til baka, ef finría á leik í meistaraflokki þar
sem svo mörg mörk hafa verið sett, en þó munu þess dæmi .. . og skiptu
101