Árbók íþróttamanna - 01.12.1956, Blaðsíða 100
nota kantana — sundra vörninni og skapa marktækifæri — minnir einna
helzt á fjórðaflokkslið, byrjendur í íþróttinni, sem allir vilja standa sem
næst markinu. Slík leikaðferð hjá meistaraflokksliðum er afleit.“ (Mbl.).
Akranes 7 — Þróttur 0 27/6
..Þrótti tókst að verjast allan fyrri hálfleik . .. eitt mark sem kom á
3. mín. Þótt Þrótti tækist oft vel upp úti á vellinum og allt að vítateig,
tókst þeim aldrei að skapa opin tækifæri, Akranes hafði mörg tækifæri
. .. náði oft góðum samleik, léttum og leikandi, þar sem allir voru með,
en mörkin komu ekki . . . Þróttur hafði ekki úthald í þennan hraða, sem
Akranes bauð upp á í síðari hálfleik, og gerði það Skagamönnum eðli-
lega léttara fyrir, enda náðu þeir góðum samleik, sein stundum gekk
sýningu na’st.“ (Þjóðv.).
„Ahorfendur voru margir. Mun hinn óvænti sigur Þróttar yfir Val
hafa átt nokkurn þátt í því og menn búizt ef til vill við einhverju enn
óvæntara ... Þróttur kom á óvart í fyrri hálfleik og er sá leikur beztur
af hálfu Þróttverja til þessa. Þeir gerðu virðingarverða tilraun til að
leika saman og tókst oft allvel, og var leikur þeirra sízt verri en hinna
Reykjavíkurfélaganna ... Akranesmarkið sjaldnast í neinni hættu. ...
markvörður Þróttar átti mjög góðan leik, var alltaf þar í markinu, sem
hæ'ttan var mest á hverjum tíma, vel staðsettur og öruggur . ..“ (Alþbl.).
„í fyrri hálfleik skoruðu Akurnesingar aðeins 1 mark .. . strax á 2. mín.
Þróttarar léku skemmtilega saman fyrri hluta leiksins og sýndu ýmislegt,
sem ekki hefur sézt hjá þeim áður, hinn stutta nákvæma samleik, sem
þeir einbeittu sér að nota allan fyrri hálfleikinn, en upphlaupin strönd-
t'ðu á vítateig Akurnesinga.
Yfirburðir Akurnesinga voru óumdeilanlegir allan leikinn, og á köfl-
um var um hreint einvígi að ræða milli þeirra og markvarðar Þróttar,
Jóns Ásgeirssonar, sem varði markið með slíkum ágætum, að slíkt er
nærri einsdæmi um nýliða í þessari vandasömu stöðu. Síðari hálfleikur
var hreinn sýningarleikur af hálfu Akurnesinga. ... Eftir tækifærunum
hefðu hinir leikandi Akurnesingar alveg eins getað skorað 10—15 mörk
og á köflum fannst manni slík markatala bókstaflega liggja í loftinu.
Vonandi verður þessi leikur fleiri Reykjavíkurfélögum en Þrótti eftir-
minnilegur og lærdómsríkur, því að þar sýndu Akurnesingar ,hvernig á
að leika knattspyrnu." (Mbl.).
98