Árbók íþróttamanna - 01.12.1956, Blaðsíða 52
Keppni íslendinga erlendis 1954
Finnlandsför Ármenninga
Dagana 11.—26. ágúst dvaldi flokkur frjálsíþróttamanna í Finnlandi. I
flokknum voru átta keppendur, en fararstjórar voru Stefán Kristjánsson
og Jóhann Jóhannesson. Keppendurnir voru: Gísli Guðmundsson, Guð-
mundur Lárusson, Hilmar Þorbjörnsson, Hörður Haraldsson, Hjörleifur
Bergsteinsson, Þórir Þorsteinsson, allir Armenningar, og auk þess tveir úr
öðrum félögum, þeir Sigurður Friðfinnsson, FH, og Vilhjálmur Einarsson,
UÍA.
Flokkurinn lagði af stað héðan 11. ágúst og koxn til Helsingfors daginn
eftir. Alls kepptu piltarnir sex sinnum, og urðu helztu afrek þeiria þessi:
1. keppni, á Djurgardsipróttavellinum i Helsingjors 13. ágúst.
Mót þetta var nokkurs konar innanfélagsmót, sem Yrjö Nora, eitt sinn
þjálfari Ármenninga hér, stjórnaði, og voru gerðar tilraunir til að ná
lágmörkum þeim, sem FRÍ hafði sett til þátttöku í Eviópumeistaramót-
inu í Bern. Hilmar hljóp 100 m. á 11,1 sek. I 400 m. hlaupi sigraði Guð-
mundur á 49,8 sek.; 2. Hörður 50,4 sek.; 3. Þórir 51,0 sek. Þá hljóp 4x100
m. boðhlaupssveitin á 43,7 sek.
2. keppni fór fram 13. ágúst i smábccnum Váhákyrö. Móttökur annaðist
félagið Vahakyrön Viesti, sem um leið hélt upp á sextugsafmæli sitt. Veð-
ur var gott, en völlurinn blautur eftir stórfelldar rigningar og braut að-
eins 300 m.200 m. hlaup: 1. Hörður Haraldsson 22,8 sek.; 2. Hilmar Þor-
lxjörnsson 23,0 sek. —400 m. hlaup: 1. Guðm. Lárusson 49,8 sek.; 2. Þórir
Þorsteinsson 52,2 sek. — 800 m. hlaup: 3. Þórir Þorsteinsson 2:01,6 mín. —
Vilhjálmur Einarsson sigraði í tveimur greinum, þristökki (14,08 m.) og
kúluvarpi (13,00 m.), en Sigurður Friðfinnsson í langstökki (6,82 m.), og
Gísli Guðmundsson varð 2. í hástökki (1,75 m.).
3. keppni flokksins var i Vasa 16. ágúst. Völlur var góður, en regn hafði
mjög spillt brautum, sem víða lágu undir vatni. Móttökur annaðist
íþróttafélagið Vasarna. 200 m. hlaup: 1. Hilmar Þorbjörnsson 22,3 sek.;
2. Hörður Haraldsson 22,4 sek. — 400 m. hlaup: 1. Þórir Þorsteinsson 51,1
sek. — Langstökk: 1. Sigurður Friðfinnsson 6,60 m. — 1000 m. boÖhlaup■'
1. Sveit Ármanns 2:00,6 mín. (vallarmet). Gísli Guðmundsson varð 3. í
hástökki (1,75 m.) og Vilhjálmur Einarsson 4. í kúluvarpi (12,98 m.).
4. keppni i Vimpeljt 18. ágúst. Vimpeli er lítið sveitaþorp, og var
50