Árbók íþróttamanna - 01.12.1956, Blaðsíða 140
Reglugerðir um eftirtalda verðlaunagripi voru staðfestar á árinu: Af-
reksbikar KA, Akureyri, gefinn til keppni í þríþraut, og Stökkmeistara-
bikar íslands, gefinn af Skíðafélagi Siglufjarðar — Skíðaborg.
Flokkaskipun skíðamanna var gerð eftir þeim skýrslum, sem SKÍ bár-
ust. Fjöldi skíðamanna, sem fluttist í efri flokka, er þessi: Skíðaganga 15
og 30 km. A-fl. 2 keppendur. Skíðastökk A-fl. 2 keppendur. Svig, brun,
stórsvig karla A-fl. 4 keppendur. Svig, brun, stórsvig karla B-fl. 9 kepp-
endur. Samtals 17.
Þing SKÍ
Áttunda skíðaþing SKÍ var haldið á Akureyri dagana 17. og 18. júlí
1954. Formaður SKÍ, Einar Kristjánsson, bauð fulltrúa velkomna og þá
sérstaklega Ffermann Guðmundsson, framkvæmdastjóra ÍSÍ. Þingforseti
var kosinn Jón Sigurðsson frá Arnarvatni. Þingritarar voru kosnir Stefán
Kristjánsson, Reykjavík, og Ragnar Steinbergsson, Akureyri.
F.inar Kristjánsson las skýrslu fráfarandi stjórnar og ræddi hana nokk-
uð. Gagnrýndi hann mjög styrkveitingar og misbresti á skýrslugerðunt.
Utanferðir skíðamanna taldi hann kosta alltof mikið og hvatti til, að
þeim peningum væri varið til skíðamannvirkja hér heima.
Helztu tillögur, sem samþykktar voru á þinginu, voru þessar: Tillaga
fram borin af Stefáni Kristjánssyni fyrir hönd allsherjarnefndar: „8. þing
Skíðasambands íslands ályktar, að fyllstu nauðsyn beri til fyrir fram-
gang skíðaíþróttarinnar, að unnið verði að því að koma upp sem fyrst
sem fullkomnastri aðstöðu til skíðaiðkana og framkvæmda á stórunr
skíðamótum. Telur þingið, að eins og aðstæður eru nú, sé vænlegast til
framgangs máli þessu að einbeita samtökunum að því, að slík aðstaða
yrði sköpuð á Akureyri." Taldi framsögumaður, að Akureyri hefði verið
valin vegna þess að skíðaland væri þar ágætt, samgöngur góðar og ís-
landsmótið hefði ætíð farið fram á Akureyri.
Ennfremur var samþykkt eftirfarandi tillaga: „8. þing SKÍ samþykkir,
að næsta Skíðamót íslands verði haldið á einum stað og verði haldið á
Akureyri." Taldi framsögumaður, að það hefði ekki gefið góða raun að
halda mótið á tveim stöðum, og hefði Akureyri verið valin í samræmi við
fyrri tillögu.
Ennfremur var samþykkt á þinginu, að framvegis skuli skíðaþing vera
haldið í sambandi við Skíðamót íslands, þar sem annað hafi ekki reynzt
vel.
Stjórnarkosning: Form. Einar Kristjánsson, meðstj.: Halldór Helgason
138