Árbók íþróttamanna - 01.12.1956, Blaðsíða 54
m. boðhlaup: 1. Sveit Ármanns 45,2 sek. — Þrislökk: 1. Vilhjálnnir Ein'-
arsson 14,20 m. — í.angstökk (aukakeppni): 1. Sigurður Friðfinnsson 6,90
m. I hástökki varð Gísli Guðmundsson 5. (1,70 m.). Veitt voru sérstök
heiðursverðlaun fyrir bezta afrek mótsins, og hlaut Hörður Haraldsson
þau fyrir 200 m. hlaup sitt, en næstur varð hinn þekkti hlaupari Finna
Ilmari Taipale, sem vann 800 m. á 1:54,1 sek. Móttökurnar annaðist
íþróttafélagið Porin Tarmo.
6. keppni í Inkeroinen 22. ágúst: Borg þessi er skammt frá Helsingfors.
Veður var gott og aðstæður til keppni sömuleiðis. Móttökur annaðist
íþióttafélagið Inkeroisten Terho. 200 m. hlaup: 1. Hörður Haraldsson
22,3 sek.; 4. Hilmar Þorbjöínsson 22,6 sek. Meðal keppenda voru Pauli
Tavisalo, einn bezti spretthlaupari Finna og Iandsliðsmaður, og Norð-
maðurinn Flenry Johansen, sem inörgum er kunnur hér á landi. S00 m.
hlaup: 5. Þórir Þorsteinsson 1:55,7 mín. (nýtt ísl. unglingamet). Lang-
stöhk: 2. Sigurður Friðfinnsson 6,50 m.; 3. Vilhjálmur Einarsson 6,38 m.
— Hástökk: 3. Gísli Guðmundsson 1,75 m. — Kúluvarp: 3. Vilhjálmur
Einarsson 13,04 m.
Hinn 23. ágúst skildust leiðir. Vilhjálmur Einarsson hélt flugleiðis til
Bern til þátttöku í Evrópumeistaramótinu, en hinir landarnir fóru sjó-
leiðis til Stokkhólms, dvöldu þar einn dag og annan dag í Gautaborg, en
héldu síðan heim flugleiðis og komu heirn 26. ágúst.
Evrópumeistaramótið í Bern
Fimmta Evrópumeistaramótið í frjálsum íþróttum vat haldið í Beru í
Sviss dagana 25.-29. ágúst 1954. Frjálsíþróttasamband íslands valdi 7
íslenzka íþróttamenn til keppni á mótinu, þá Ásmund Bjarnason, sem
kcppti í 100 og 200 m. hlaupi, Guðmund Vilhjálmsson í 100 m. hlaupi-
Hallgrím Jónsson í kringlukasti, Skúla Thorarensen í kúluvarpi, Torfa
Biyngeirsson í stangarstökki, Vilhjálm Einarsson í þrístökki og Þórð B-
Sigurðsson í sleggjukasti.
Fararstjóri var valinn Brynjólfur Ingólfsson og þjálfari liðsins Benedikt
Jakobsson.
Flokkurinn fór frá íslandi loftleiðis til Hamborgar 22. ágúst, og var
gist þar um nóttina, en síðan flogið til Genf næsta dag með svissneskri
flugvél.
Flokknum var fenginn bústaður í lieiniavist íþróttaskólans í Maggling-
en. Magglingen er rétt við borgina Biel, en þaðan er um klukkustundar
52