Árbók íþróttamanna - 01.12.1956, Blaðsíða 142
Úrslil i C-flokki: 1. Sigurður Tómasson, ÍR, 72,4 sek.; 2. Snorri Weld-
ing, Á, 76,1 sek.; 3. Guðm. Jónsson, UMFÖ, 84,7 sek.
Svig kvenna (brautarlengd 250 m., 24 hlið): 1. Heiða Árnadóttir, Á,
45,4 sek.; 2. Ásthildur Eyjólfsdóttir, Á, 46,5 sek.; 3. Inga Árnadóttir, Á,
47,2 sek.; 4. Hjördís Sigurðardóttir, ÍR, 54,9 sek.
í drengjaflokki sigraði Svaniterg Þórðarson, ÍR, á 39,6 sek. Keppendur
á mótinu voru alls um 50.
Skíðaheimsmeislaramótið I Falun og Áre í Svíþjóð
14. febrúar—7. marz.
Einstök óheppni elti hinn fámenna íslenzka hóp, sem sendur var til
keppni. Oddur Pétursson veiktist erlendis.og gat þvi hvorki keppt í 15
eða 30 km. göngu. Jón Karl Sigurðsson meiddist illa á æfingu, og Marta
B. Guðmundsdóttir sneri sig illa á ökkla, og gátu þau því ekki tekið þátt
í mótinu. Önnur útkoma keppenda okkar varð þannig:
Svig karla: nr. 44 Steinþór Jakobsson (af 67 keppendum); Haukur Sig-
urðsson úr leik. — Stórsvig karla: nr. 41 Haukur Sigurðsson (af 65 kepp-
endum); nr. 54 Steinþór Jakobsson. — Brun karla: nr. 35 Haukur Sig-
urðsson (af 65 keppendum); Steinþór Jakobsson úr leik. — Brun kvenna:
nr. 31 Jakobína Jakobsdóttir (af 38 keppendum). — Slórsvig kvenna: nr.
29 Jakobína Jakobsdóttir (af 39 keppendum). — Svig kvenna: nr. 34
Jakobína Jakobsdóttir (af 38 keppendum).
Árangur Ilauks í bruni og Jakobínu í stórsvigi má kallast rnjög sæmi-
legur, ekki sízt þar sem landarnir fengu .rtíð rásnúmer mjög aftarlega, og
voru þá brautir orðnar all-slæmar.
40 óra afmælis Skíðafélags Reykjavíkur minnzt
26. febrúar.
Frá stofnun félagsins, 26. febrúar 1914 til ársins 1939, var L. H. Múller
formaður félagsins, og undir forystu hans og eftirmanns hans, Kristjáns
Ó. Skagfjörðs, vann félagið skíðaíþróttinni rnikið gagn. Fyrir forgöngu
Múllers og félaga hans var skíðaskálinn í Hveradölupi reistur 1935. Félag-
ið gekkst fyrir mörgum stórmótum, t. d. Thule-mótinu 1937—1939 og
skíðalandsmótinu 1943. Erlendir skíðagarpar, m. a. stökkmcistarinn Birg-
er Ruud 1939, hafa dvalið hér og kennt á veguin félagsius. Árlega hefur
félagið gengizt fyrir skíðaferðum frá Reykjavík.
140