Árbók íþróttamanna - 01.12.1956, Blaðsíða 86
og gerði KR 3 mörk og ísfirðingar 1 mark eftir það, svo að hoiuiin
lauk með sigri KR, 6:4.
Islandsmeistarar KR voru þessir: Geirlaug Karlsdóttir, Elín Helga-
dóttir, Hrönn Pétursdóttir, Bára Guðmundsdóttir, Guðrún Stein-
grímsdóttir, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Gerða Jónsdóttir, sem jafn-
framt var fyrirliði, Karólína Guðmundsdóttir og Arndís Guðmunds-
dóttir. Þjálfari liðsins var Frímann Gunnlaugsson.
Daginn eftir fór frarn aukaleikur á milli sömu félaga, og endaði
hann með jafntefli, 3:3. Um sama leyti var staddur á ísafirði knatt-
spyrnuflokkur frá íþróttabaudalagi Suðurnesja og kepptu þeir bæði í
handknattleik og knattspyrnu, og sigruðu Isfirðingar í handknattleiknum
með 4:2. Einnig fór fram leikur í handknattleik á milli starfsmanna
kaupfélagsins og bæjarmanna og endaði hann með jafntefli, 8:8. Leikur
þessi var nokktirs konar „Old Boys“.
Islandsmeistaramót í útihandknattleik karla
Mótið fór fram í Engidal 28.-—31. júlí. 4 félög sendu lið til að keppa á
móti þessu, og má það teljast léleg þátttaka í Islandsmeistaramóti.
Leikar fóru þannig:
Ármann — Fram 8:10, KR — FH 17:17, Fram — FH 10:9, Ármann —
1 H 10:15, KR -- Fram 10:10. KR — Ármann mættu ekki til leiks síðasta
daginn.
I, U J T Mörk Stig
1. Fram ........................ 3 2 1 0 30:27 5
2. FH .......................... 3 1 1 1 41:37 3
3. KR .......................... 2 0 2 0 27:27 2
4. Ármann ...................... 2 0 0 3 18:25 0
Fram vann því mót þetta með 5 stigum.
íslandsmeistarar Fram .voru: Gústaf Arnar, Hilinar Ólafsson, Karl
Benediktssson, Einar Jónsson, Axel Sigurðsson, Ólafur Jósefsson, Birgir
Lúðvíksson og Orri Gunnarsson.
Hveríakeppni HKRR
var haldin að Hálogalandi 13.—16. janúar. Keppni þessi var mjög
skemmtileg, og virðist hún eiga miklum vinsældum að fagna, bæði með-
84