Árbók íþróttamanna - 01.12.1956, Blaðsíða 266
Handknattleiksmeistaramót íslands utanhúss
Handknattleiksmeistaramót Islands utanhúss í meistaraflokki karla fór
fram 31. júlí og 2. og 24. ágúst.
Leikar fóru þannig: Valur—FH 15:11.
L U J T Mörk Stig
1. Valur ...................... 2 2 0 0 30:21 4
2. FH ......................... 2 1 0 1 25:21 2
3. Ármann ..................... 2 0 0 2 17:30 0
íslandsmeistarar Vals: Sólmundur Jónsson, Árni Njálsson, Valur Bene-
diktsson, Halldór Halldórsson, Hilmar Magnússon, Valgeir Ársælsson,
Geir Hjartarson, Sigurhans Hjartarson og Pétur Bjarnason.
Isiandsmeistaramót kvenna í úti-handknattleik fór fram á Akureyri 25.
júlí. Aðeins tvö félög tóku þátt í mótinu, KR og íþróttabandalag Akur-
eyrar. Má þetta kallast mjög léleg þátttaka, þar sem uin Islandsmeistara-
mót var að ræða. Leiknum lauk með sigri KR, 5:4.
Islandsmeistarar KR: María Guðmundsdóttir, Geirlaug Karlsdóttir,
Bára Guðmannsdóttir, Elín Helgadóttir, Vildís Guðmundsson, Aðal-
heiður Guðmundsdóttir, Gerða Jónsdóttir, Gnðrún Steingrímsdóttir,
Helga Guðmundsdóttir og Aldís Einarsdóttir.
Grefsen idrettslag frá Ósló
í lok júlí-mánaðar komu hingað 11 norskar stúlkur frá Grefsen Idretts-
lag. Þetta er í fyrsta sinn, sem erlendar handknattleiksstúlkur koma hing-
að til keppni. Þessar stúlknr hafa tvisvar orðið Noregsmeistarar, og var
því hér um sterkt lið að ræða. Lið þetta lék 5 leiki hér á landi, 4 í
Reykjavík og þann fimmta og síðasta í Vestmannaeyjum.
Lið þetta kom í lioði HKRR og lék sinn fyrsta leik við úrval, sem
HKRR valdi.
Leikur þessi fór fram 31. júlí á íþróttasvæöi Ármanns í Miðtúni og
lank með sigri norsku stúlknanna, 3:2.
Annar leikurinn fór fram á íþróttasvæði Vals. Var hann háður við ís-
landsmeistara KR og lauk með sigri KR, 3:2.
Þriðji leikurinn fór fram að Hálogalandi, og var hann við úrval úr
Áimanni, Fram, Val og Þrótti. Honum lauk með sigri Grefsen, 6:5. Auk
261