Árbók íþróttamanna - 01.12.1956, Blaðsíða 62
Keppnin i Dresden.
Eftir komuna til Þýzkalands dvöldu piltarnir í góðu yfirlæti á hvíldar-
heimili skammt utan við Berlín í boði Þjóðverjanna, en 5. október héldu
þeir til Dresden, og 10. október var svo mótið haldið.
Keppendur gengu inn undir fánum, er mótið var sett, og síðan var
Rudolfs Harbig minnzt.
Islendingarnir kepptu í þremur íþróttagreinum og fóru þær þannig:
400 m. hlaup: 1. Hörður Haraldsson, íslandi, 48,8 sek.; 2. Heise,
Þýzkalandi, 49,2 sek.; 3. Schröder, Þýzkalandi, 49,4 sek.; 4. Dieckmann,
Þýzkalandi, 49,5 sek.; 5. Dengler, Þýzkalandi, 50,0 sek
Ingi Þorsteinsson keppti í 110 m. grindahlaupi og varð 2. á 15,4 sek.,
en sigurvegari varð Pólverjinn Edward Bugala, á 15,1 sek. Hliðarmót-
vindur var.
Þorsteinn Löve keppti í sleggjukasti og varð 5. nreð 47,51 m., en sigur-
vegari varð Sverre Strandli, Noregi, kastaði 60,13 m.
Kringlukast var ekki á dagskrá mótsins, en þó var ákveðið, er áliðið
var dags, að keppa 1 þessari grein, þar eð margir ágætir kringlukastarar
voru þarna staddir og fúsir til keppni. Þorsteinn Löve var þá farinn af
vellinum, heim á gistihús það, er þeir félagarnir dvöldu á, og missti því
af keppninni. Sigurvegari varð hér Karel Merta, Tékkóslóvakíu, kastaði
50,56 m., en 2. maður kastaði 47,01 m.
Beztu írjálsíþróttaafrek íslendinga 1954
100 m. hlaup: sek.
1. Ásmundur Bjarnason, KR 10,5
2. Guðm. Vilhjálmsson, ÍR.. 10,7
3. Guðmundur Lárusson, Á. 10,8
4. Hilmar Þorbjörnsson, Á. . 10,8
5. Hörður Haraldsson, Á .. 10,9
6. Pétur Sigurðsson, KR .... 11,1
7. Vilhjálmur Ólafsson, ÍR . . 11,1
8. Höskuldur Karlsson, KA . 11,1
9. Guðj. Guðmundsson, KR 11,1
10. Guðm. Valdimarsson, KR. 11,2
11. Valdimar Örnólfsson, ÍR . 11,2
12. Ingi Þorsteinsson, KR .... 11,2
Beztur 1953: Hörður Haralds-
son, Á, 10,8 sek. Meðaltal 10
beztu: 1954:10,93 - 1953: 11,20.
Bezta ársmeðaltal 10 manna:
10, 90 sek. 1950.
60