Árbók íþróttamanna - 01.12.1956, Blaðsíða 94
Mótið fór vel fram, og sýndu allir keppendur drengilega leiki. Mjög
kom fram, að keppendur voru misjafnlega æfðir. Armann bauð til
kcppninnar norska hnefaleikakappanum Leif Hansen, „Baggis", eins og
Iiatni er venjulega kailaðtir. Hann er mjög vinsæll íþróttamaður í Nor-
egi og víðar. Á sjö ára keppnistímabili hefur hann keppt alls um 180
kappleiki og sigrað í um 165 leikjum. Noregsmeistari hefur hann verið
síðan 1951 í ýmsum þyngdarflokkum. Hann hafði tekið þátt í 11 lands-
leikjum og sigrað 10 sinnum. Hann var þátttakandi í Evrópumeistara-
mótinu 1949 og 1953. Þá tók Baggis Jrátt í Ólympíuleikjunum í Helsing-
fors 1952. Leif Hansen er nú handhafi konungsbikarsins, sem eru eftir-
sóttustu verðlaun norskra hnefaleikamanna. Það var mikill sómi fyrir
Ármann, að þessi ágæti hnefaleikamaður skyldi sjá sér fært að koma
hingað, en hann keppti nokkrum dögum eftir komuna hingað í lands-
leik í Danmörku, Johny Haby, framkvæmdastjóri norska hnefaleika-
sambandsins, kom með Baggis hingað til lands.
Björn Eyþórsson hefur aðeins 12 kappleiki að baki sér, og flestir þeirra
hafa verið honum auðunnir. Björn verður án efa talinn með allra
efnilegustu og beztu hnefaleikamönnum okkar. Hann er margfaldur
Ármannsmeistari og Islandsmeistari og hefur aldrei fyrr tapað leik í
sínum þyngdarflokki.
Allir, sem að þessu móti stóðu, gerðu sér grein fyrir því, að Björn
mundi skorta leikni móti svo reyndum manni í keppni, sem Leif Hansen
er Það kom líka fljótlega fram í keppninni, Baggis sigraði á T. K. O.
i þriðju lotu.
í kveðjusamsæti, sem haldið var fyrir gestina, starfsmenn og keppend-
ur, þökkuðu bæði Leif Hansen og Johny Haby fyrir gott boð og gjafir.
Þeir færðu Ármanni að gjöf borðfána norska hnefaleikasambandsins.
Þetta var eina hnefaleikamótið, sem haldið var á árinu. KR-ingar
æfðu hnefaleik, en héldu ekki mót.
Hnefaleikaráð Reykjavíkur skipa: Sigurður H. Jóhannsson formaður,
I.úðvík Einarsson ritari og Þorkell Magnússon gjaldkeri.
Um hnefaleika í Noregi sagði Johny Haby m. a.:
Stefna norska hnefaleikasambandsins er sú, að. innleiða hina svoköll-
uðu „ensku skólahnefaleika". Það hefur verið gert meðal annars með
því að fá dómara til að gefa meira fyrir drengilegan og fagran hnefa-
leik en þunglamalegan og ófagran leik, er aðeins miðar að þvt að slá
andstæðinginn í gólfið. Dómarar gefa nú eins mikið eða meira fyrir
92