Árbók íþróttamanna - 01.12.1956, Blaðsíða 234
Tveir þeirra, sem urðu á eftir Hallgrími, hafa kastað yfir 50 m. á
þessu ári, þeir Pharaoh (50,40) og Vrabel (50,28).
Daginn eftir, 2. október, fór fram úrslitahlaup 800 m. og lauk þajtnig:
1. Reinnagel, Þýzkal., 1:50,4 mín.; 2. Ivakin, Rússl., 1:50,7 mín.; 3.
Maricev, Rússl., 1:51,0 mín.; 4. Jungwirth, Tékkósl.. 1:51,1 mín.; 5. Bark-
anyi, Ungverjal., 1:51,3 mín.; 6. Liska, Tékkósl., 1:51,8 mín.; 7. Svavar
Markússon, ísl., 1:51,8 mín. 8. Mihaly, Ungverjal., 1:52,6 mín.; 9. Bakos,
Ungverjal., 1:56,8 mín. ,.
Svavar bætti hér met sitt frá því deginum áður um 1/10 sek.
Ekki varð af því, að Svavar keppti í 1500 m. hlaupi, en undanrásir
fóru fram skömmu eftir úrslitahlaupið í 800 m.
í stangarstökki, sem einnig fór fram 2. okt., varð Valbjörn 8.—11. og
stökk 4.00 m. Fyrstur varð Ragnar Lundberg, Svíþjóð, stökk 4,45 m.
Hinn 3. október var mótinu slitið með dýrlegri veizlu.
Heimleiðis var haldið 5. október um Prag, Amsterdam og Kaupmanna-
höfn og komið til Reykjavíkur 9. október.
Tveir íslendingar valdir í lið Norðurlanda
gegn Balkanlöndunum
Keppni milli Norðurlandanna og Balkanlandanna var ákveðin dagana
15.—16. október. Lið Norðurlandanna var valið um miðjan september og
hlotnaðist tveimur íslendingum sá heiður að vera valdir. Voru það þeir
Hallgrímur Jónsson, Ármanni, og Vilhjálmur Einarsson, UÍ. Austurlands.
Var Hallgrímur valinn í kringlukast, ásamt Arwidsson, Svíþj., og Hagen,
Noregi (þeir höfðu kastað lengst þetta ár, Hallgrímur 52,19, Svíinn 51,23
og Hagen 50,87). Vilhjálmur var valinn í þrístökk, ásamt Finnanum
'Fapio Lehto (15,33) og Roger Norman, Svíþjóð (15,30). Bezta afrek Vil-
hjálms þetta sumar var 15,19 m.
Keppni þessari var síðar aflýst vegna milliríkjadeilna, sem risu tneð
Tyrkjum og Grikkjum. Engu að síður er viðurkenning að hafa verið
valinn í slíkt lið, jafnvel þótt svona illa færi.
Auk framangreindra tveggja íslendinga var einn valinn varamaður,
var það Guðmundur Hermannsson, KR, í kúluvarpi. Guðmundur hafðt
varpað lengst 15,69 m. þetta ár. Aðalmenn í þessari grein voru Koivisto,
Finnlandi (16,27), Uddebom, Svíþjóð, (16,12) og Perko, Finnl. (15,74 m )-
232