Árbók íþróttamanna - 01.12.1956, Blaðsíða 312
mín.; 3. Ísland-A 3:38,2 mín.; 4. Noregur 3:38,9 mín. — 1500 m. skriðsund
kc.rla: 1. Per Ölof Eriksson, Svíþjóð, 19:48,8 mín.; 2. Helgi Sigurðsson, yE>
19:52,4 mín. (ísl.m.). Helgi setti einnig met á 800 m., 10:29,5 mín. og 5
1000 m„ 13:09,8 mín.
Gömlu metin átti Helgi sjálfur, en þau voru: 10:51,6 mín., 13:37,2
mín. og 20:28,0 min.
Og þar með var lokið glæsilegasta sundmóti, sem haldið hefur verið á
íslandi.
18. Sundknattleiksmeistaramót íslands
fór fram í Sundhöll Reykjavíkur dagana 16.—25. maí 1955. Fjögur lið
tóku þátt í mótinu, frá Ármanni, ÍR, KR og Ægi.
Úrslit mótsins og einstakra leikja urðu þessi:
Félög Árm. Ægir KR ÍR L U J T Stig Mörk
ísl.m. Ármann . . ■¥ 3:2 9:1 ÍRgaf 3 3 0 0 6 12:3
2. Ægir ....... 2:3 * 3:1 2:3 3 1 0 2 2 7:7
3. KR ............ 1:9 1:3 * 5:1 3 1 0 2 2 7:13
4. ÍR ........... ÍRgaf 3:2 1:5 * 3 1 0 2 2 4:7
Ármenningar urðu nú íslandsmeistarar í 16. sinn. Þeir hafa unnið
mótin öll árin, sem keppt hefur verið, að undanskildum árunum 1938 og
1940, er Ægir vann.
í liði Ármanns voru eftirtaldir menn: Sigurjón Guðjónsson fyrirliði,
Guðjón Ólafsson, Ólafur Diðriksson, Einar Hjartarson, Guðjón Þórarins-
son, Pétur Kristjánsson, Ólafur Guðmundsson, Daði Ólafsson og Theodór
Diðriksson.
16. Sundknattleiksmeistaramót Reykjavíkur
er fram átti að fara haustið 1955 (en var frestað sökum mæniveikifar-
aldurs), fór fram í Sundhöll Reykjavíkur 8.—13. febrúar 1956.
Þrjú lið tóku þátt í mótinu, tvö frá Ármanni og eitt frá Ægi. Úrslit
mótsins urðu þessi:
Félög Árm.-A Árm.-B Ægir L U J T Stig Mörk
Rvíkurm. Árm.-A ... -K 6:2 5:1 2 2 0 0 4 11;3
2. Ármann-B ........ 2:6 -K 1:1 2 0 1 1 1 3:7
3. Ægir ............ 1:5 1:1 + 2 0 1 1 1 2:6
310